Fara í efni
Minningargreinar

Margrét Hrefna Ögmundsdóttir

Nú er dagsins önn á enda, löngu ævistarfi lokið og við tekur annað tilverustig, væntanlega með blómum príddum lendum draumalandsins. Það mun henni líka við, því blóm og ræktun var henni afar hugleikin.

Mamma var fædd á Illugastöðum í Fnjóskadal og þangað lágu rætur hennar. Þar átti hún stað í hjarta sér og í seinni tíð var nánast árvisst að vitja æskuslóðanna kringum fæðingardag hennar.

Í rúm sextíu ár bjó móðir okkar í húsinu við Goðabyggð sem hún og pabbi byggðu sér. Þar var hennar minningarbrunnur eftir fráfall hans  snemma árs 2008. Þar áttu þau gott og samhent líf, komu sex börnum á legg og hlúðu að fjölskyldu sinni.

Í móður minni bjó mikil þrautseigja og æðruleysi. Mótlæti í lífinu mætti hún jafnan með kærleika og þakklæti. Trúin stóð henni ætíð nærri og þangað sótti hún sér styrk. Hún var glaðvær að eðlisfari andsvörin oft hnyttin og húmorinn ekki langt undan, á tíðum blandaður góðlátlegri kaldhæðni.

Við leiðarlok okkar að sinni, er valið lítið broti úr ljóði:

Hið mjúka milda vorsín blóm á þig breiðiog blessi þín spor.Jóhannes úr Kötlum.

Rögnvaldur Örn Snorrason

Þórdís Þorleifsdóttir

Lilja Þorsteinsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 08:00

Þórdís Þorleifsdóttir – lífshlaupið

25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Sóley Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Oddný Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Anna Jónsdóttir

Kristín Sveinbjörnsdóttir skrifar
20. október 2025 | kl. 18:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Hulda Einarsdóttir skrifar
08. október 2025 | kl. 06:00