Fara í efni
Minningargreinar

Jón Sigurpáll Hansen

Elsku Jónsi, kæri og góði vinur. Undanfarnir dagar hafa vægast sagt verið óraunverulegir, eiginlega eins og vondur draumur. Minningarnar leita á hugann og ylja um leið og sorg og söknuður sækja á.

Þú komst inn í fjölskylduna okkar þegar þið Birgitta „mágkona“ og vinkona tókuð saman. Þegar Árni Freyr ykkar fæddist má eiginlega segja að ég hafi eignast frænda og foreldrar mínir barnabarn. Þið voruð alltaf sem hluti af fjölskyldunni. Mikið sem mér hefur alltaf þótt vænt um ykkar góða og fallega samband við þau og sagði oft frá því með stolti. Einnig að Birgitta væri mágkona mín (ekki fyrrverandi) og að þú værir eiginlega mágur minn.

Margs er að minnast, allar góðu stundirnar sem við fjölskyldurnar höfum átt saman gegnum árin, vinátta strákanna okkar og svo síðustu árin þegar börnin voru flutt að heiman, þið Birgitta og við Sveinn. Öll gamlárskvöldin sem við áttum með ykkur á árum áður. Það byrjaði þegar Árni og Daníel voru litlir og vildu fá að eiga kvöldið saman og fram á nóttina.

Kaupmannahafnarferðin sem við fórum og strákarnir með okkur. Góðar og skemmtilegar ferðir í sumarbústaði, sérstaklega ferðin í bústaðinn í Biskupstungunum. Þar var ýmislegt gert og gaman að keyra um sveitirnar með ykkur. Þú varst þá bæði í hlutverki bílstjóra og leiðsögumanns, kampakátur eins og þér einum var lagið.

Takk fyrir allar hinar góðu stundirnar, s.s. grilla saman, út að borða eða bara panta mat heim og eiga góðar og notalegar stundir, sem við vildum óska að hefðu getað orðið fleiri.

Þú hafðir alltaf nóg að brasa, það var ósjaldan ef við litum við í Naustafjörunni að þú værir í bílskúrnum, úti á lóð þar sem þú hafðir komið þér upp þessum flotta garðskúr, eða þá á golfvellinum. Síðast en ekki síst ferðirnar ykkar Birgittu á Akranes til Árna og Guðnýjar, að brasa með þeim í húsinu sem þau eru nýlega búin að kaupa.

Takk fyrir trausta og góða vináttu í yfir þrjátíu ár, þín verður sárt saknað. Mestur er þó missir og söknuður Birgittu, Árna Freys, Guðnýjar Söru og annarra ástvina, megi allar góðar vættir og minningar umvefja þau og ylja um ókomin ár.

Þínir vinir,

Kristín (Kittý) og Sveinn.

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Ingibjörg Gústavsdóttir

Úlfar Bragason skrifar
19. ágúst 2024 | kl. 06:00

Kári Árnason

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00