Fara í efni
Minningargreinar

Jón Laxdal Halldórsson

Við hitt­umst fyrst á terí­unni á jarðhæð Hót­els KEA. Hann hafði gefið út ljóðabók­ina Myrk­ur á hvítri örk og vildi selja mér. Flott­ur tit­ill á ljóðabók hugsaði ég. Hann var sjálf­ur í hvít­um loðfeldi með sting­andi og ein­beitt dimm augu hugsuðar. Ég hafði áður séð Jónsa á úr­smíðastofu föður síns inn­ar í Hafn­ar­stræti með stækk­un­ar­einglyrni rýn­andi inn í smátt úr­verkið en þekkti hann ekk­ert þá enda fimm árum eldri en ég. En þarna hófst sam­tal, sam­vinna og vin­skap­ur sem stóð ansi lengi yfir. Ég var stíf­ur gest­ur á heim­il­um hans, elskaði sam­talið, fyrst í Tjarn­ar­lundi, síðan í Kotár­gerði, Glerá, Helgama­gra­stræti og síðast Freyju­lundi. Seint á ár­inu 1980 fann Guðbrand­ur Sig­laugs­son vin­ur okk­ar hús niðri í Skipa­götu sem stóð autt og hafði síðast verið kaffi­stofa hafn­ar­verka­manna við Torfu­nes­bryggju. Seint á ár­inu 1980 var ákveðið að taka það á leigu með hópi vina okk­ar og stofna menn­ing­armiðstöð sem fékk nafnið Rauða húsið. Þar var galle­rí, bóka­út­gáfa og bók­sala. Þar voru haldn­ir heim­spekifyr­ir­lestr­ar, mest með kenn­ur­um og sam­nem­end­um Jónsa og Guðmund­ar Heiðars úr heim­spek­inni. Flest­ar sýn­ing­arn­ar voru með kenn­ur­um mín­um og sam­nem­end­um úr ný­l­ista­deild Mynd­lista- og handíðaskól­ans. Þar voru hald­in ljóðakvöld og tón­leik­ar. Æfingaaðstaða ak­ur­eyrsku ný­bylgju­hljóm­sveit­ar­inn­ar Bara­flokks­ins var á efri hæðinni. Þarna var gam­an í tæp þrjú dýr­mæt ár í þroska okk­ar. Á þess­um tíma fór Jónsi að stunda mynd­list og hélt sýna fyrstu sýn­ingu í Rauða hús­inu. Þar kynnt­ist hann mörg­um af bestu mynd­list­ar­mönn­um þjóðar­inn­ar og öðlaðist sjálfs­traust, því að þeir sáu að hann var einn af þeim. Það er erfitt að leyna mikl­um hæfi­leik­um – alla vega til lengd­ar. Tíu árum síðar kom einn fræg­asti og fín­gerðasti mynd­list­armaður heims­ins á síðari hluta 20. ald­ar við á Ak­ur­eyri. Hann hét Don­ald Judd og var sjúk­lega smá­muna­sam­ur mini­malisti. Hann stoppaði stutt en ég leiddi Don­ald eig­in­lega fyr­ir til­vilj­un inn á vinnu­stofu Jónsa sem þá var í kjall­ara­holu Lista­safns­ins í Grófargili – þessi heim­sókn var ekki plönuð. Ég kynnti þá ekk­ert, sagði bara að þetta væru túrist­ar en Don­ald var með kær­ustu sinni og dvöldu þau dágóða stund, skoðuðu og hand­léku verk hans. Ég spjallaði við Jón á meðan. Þau kvöddu hann með virkt­um og sögðu eitt­hvað sem ég heyrði ekki en þegar við geng­um niður gilið sögðu þau ein­um rómi: „Þessi verk eru afar vel gerð!“ Ég hef oft hugsað að grunn­ur mynd­list­ar­hæfi­leika Jónsa hafi legið í margra ára skoðun á úr­verki með einglyrn­is­s­tækk­un­ar­gleri í upp­eld­inu. Ná­kvæmni hans og nátt­úru­leg til­finn­ing fyr­ir mynd­bygg­ingu á þar ræt­ur sín­ar. En Jónsi var auðvitað ekki bara í mynd­list, hann var heim­spek­ing­ur, ljóðskáld og tón­listarflytj­andi í norðan­pilt­um og Bjöss­un­um. Fyr­ir mig stend­ur mynd­list­in þó upp úr. Mér var veru­lega brugðið þegar ég frétti af and­láti hans. Hann var stór þátt­ur í mínu lífi. Ég vil votta fjöl­skyldu hans mína dýpstu og inni­leg­ustu samúð. Við erum mörg sem sökn­um hans.

Guðmund­ur Odd­ur Magnús­son

Guðmundur Tulinius

Jón Hlöðver Áskelsson og Sæbjörg Jónsdóttir skrifa
28. mars 2024 | kl. 12:05

Guðmundur Tulinius – lífshlaupið

28. mars 2024 | kl. 12:00

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen skrifa
04. mars 2024 | kl. 09:30

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
04. mars 2024 | kl. 06:00

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05