Fara í efni
Minningargreinar

Jan Larsen

Elsku Jan, nú ertu farinn yfir í sumarlandið. Þegar ég frétti að þú ættir stutt eftir, nokkrum dögum fyrir afmælið mitt var ég alveg handviss um að þú myndir velja þann dag til að kveðja. Þannig lokaðir þú hringnum sem tengdi okkur.

Ég var svo heppin af fá nafnið þitt, ekki nóg með það, heldur hélstu á mér undir skírn. Það er mikil fegurð fólgin í því að þú hafi kvatt þann 8. janúar, en það er líka stofndagur KA, sem er ástæðan fyrir því að þú komst til Akureyrar til að byrja með og kynntist Maju, móðursystur minni.

Ég var alltaf stolt af því að nafnið mitt í Danmörku væri frábær handboltaþjálfari. Það var engin smá lífsreynsla fyrir tvær ungar handboltastelpur frá Akureyri að fá að fara til ykkar Maju til Álaborgar eftir fermingu í stutta ferð og æfa með unglingaliði DH Aalborg. Þá fengum við Arna Valgerður líka að fara á æfingu með aðalliðinu þar sem við hittum ýmsar stórstjörnur í handboltanum eins og norsku Lunde systurnar og Rikke Nielsen. Svo var ég líka alltaf í flottustu handboltaskónum, ég fékk þá nokkra senda frá ykkur í Danmörku.

Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt góðar stundir með ykkur í Ribe páskana 2023. Nú er ég komin aftur til Ribe til að fylgja þér síðasta spölinn. Ég efast ekki um að þú sért hvíldinni feginn eftir nokkur ár af erfiðum veikindum. Við sem eftir lifum syrgjum góðan mann.

Elsku Maja, Sigga, Þórarinn og Egill Flóki, missir ykkar er mikill en minningin lifir. Hjartans samúðarkveðjur.

Farvel nafnið mitt.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Sveinn Bjarnason

Egill Jónsson skrifar
26. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Árný Benediktsdóttir skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 16:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Kári Kárason skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Vilborg Erla Sveinbjörnsdóttir skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Þórhalla L. Guðmundsdóttir skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 06:02

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Halla María Sveinbjörnsdóttir skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 06:01