Fara í efni
Minningargreinar

Ingvi Rafn Jóhannsson

Ingvi Rafn Jóhannsson var einn dyggasti Akureyringur, sem ég hefi kynnst. 

Hlutur Akureyrar mátti aldrei vera fyrir borð borinn að honum áheyrandi. 

Það hæfði hans félagshneigð vel að þrífast í bæ samvinnu og söngs.

Fáa átti hann jafnoka í að sækja viðburði, fundi og tónleika. 

Þegar lög gleði og angurværðar ómuðu í eyrum hans þá var hrifningin einlæg, og stundum svo hjartnæm að glitti á tár.

Ég held að bærinn okkar, Akureyri, hafi verið perlan í augum Ingva Rafns í fagurri skel Eyjafjarðar, eins konar hörpuskel.

Jóhann Ó. Haraldsson, faðir Ingva Rafns og þjóðþekkt tónskáld, samdi sönginn landskunna „Sigling inn Eyjafjörð“ við samnefnt ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Ég kveð Ingva Rafn vin minn og tek úr ljóðinu hendingar sem mér finnst að lýsi svo vel tilfinningu hans til okkar dýra fjarðar:

Allt það, sem augað séræskunnar hörpu knýrsyngur og segir mérsögur og ævintýr.

Einnig:

Þó finnst mér ást mín öllunaður minn og þrátengd við hin fögru fjöllfjörðinn og sundin blá

Að lokum færum við hjónin fjölskyldu og aðstandendum Ingva Rafns okkar einlægustu samúðarkveðju.

„Mild ertu, móðir jörð.
Margt hefur guð þér veitt.“

Jón Hlöðver Áskelsson

Stefán Þórðarson – lífshlaupið

03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson

Herdís Ármannsdóttir. skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson

Hafþór Magni Sólmundsson skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Sveinn Bjarnason

Egill Jónsson skrifar
26. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Árný Benediktsdóttir skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 16:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Kári Kárason skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00