Fara í efni
Minningargreinar

Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Hilm­ar Henry Gísla­son er geng­inn. Strák­ur­inn úr Fjólu­göt­unni, sem sjald­an var kallaður annað en „Marri“. Hann var bæj­ar­verk­stjóri á Ak­ur­eyri í ára­tugi, og var iðulega kom­inn til verka um miðjar næt­ur þegar ýrði úr lofti. „Gísli minn, það var nú ekki mikið mál að fylgj­ast með veðurfar­inu og snjó­kom­unni, ég svaf bara með ann­an fót­inn út um glugg­ann yfir vet­ur­inn. Ég vaknaði við fyrsta snjó­korn og þá ræsti ég snjóruðningsliðið út,“ svaraði Marri þegar ég spurði hann út í hvernig hann hefði farið að því að hafa all­ar aðal­göt­ur fær­ar þegar við bæj­ar­bú­ar vöknuðum á stór­hríðarmorgn­um. Síðan hló hann dátt, sín­um ein­staka háa og glaðværa hlátri. Það þurfti ekki að ræða þetta meir.

Áður en Marri tók að sér verk­stjórn­ina hjá bæn­um kom hann víða við. Hann stjórnaði jarðýtu, veg­hefli, vöru­flutn­inga­bíl og rútu, svo eitt­hvað sé nefnt. Hann var á kafi í fót­bolt­an­um og öðrum íþrótt­um strák­ur­inn í Fjólu­göt­unni um leið og hann gat sparkað bolta. Og hann hélt því áfram á meðan skrokk­ur­inn leyfði. Það var ekk­ert gefið eft­ir, því sig­ur­vilj­inn var sterk­ur. Stund­um kostaði það pústra og kárín­ur, en alltaf stóð Marri upp. Nema einu sinni, þá var hann bor­inn rotaður af fót­bolta­velli á Sigluf­irði.

Þegar Marri varð fimm­tug­ur fékk hann golf­sett í af­mæl­is­gjöf. Hann tók það föst­um tök­um og náði undra­verðum ár­angri. Hann var val­inn í landslið öld­unga og keppti fyr­ir Íslands hönd á er­lendri grundu. Við hitt­umst oft í morg­unsundi. Það fylgdi Marra fersk­leiki, þótt stund­um væri karl­inn dá­lítið skakk­ur þegar hann mætti. „Gísli, ég hef senni­lega spilað of marg­ar hol­ur í gær, öxl­in er al­veg að drepa mig, ég held ég spili ekk­ert í dag.“ Ég spurði hvort hann væri ekki bú­inn að láta lækni líta á meinið? „Jú, jú, ég var hjá ein­um í vik­unni. Hann skoðaði mig og sagði síðan að það sem ekki væri lé­legt í skrokkn­um, það væri ónýtt,“ svaraði Marri og hló síðan svo dátt að sund­laug­ar­vatnið gáraðist. Ég spurði hvort hann hefði staðið við að hvíla sig á golf­inu þegar við hitt­umst í sund­inu næsta morg­un? „Nei Gísli minn, það klikkaði. Ég skrapp rúnt upp á Jaðar til að hitta strák­ana. Áður en ég vissi af var ég far­inn að spila og hætti ekki fyrr en eft­ir 27 hol­ur. Þess vegna er ég skakk­ur núna. En það lag­ast þegar ég er bú­inn að synda,“ sagði kapp­inn, hló við og stakk sér í laug­ina.

Í fyrra­vet­ur fór­um við Marri oft sam­an á göngu í Bog­an­um, tók­um einn rúnt á eft­ir og enduðum oft­ast í kaffi hjá „Kenn­e­dybræðrum“ í Fjöln­is­göt­unni. Þá var margt spjallað, en ég fann að degi var tekið að halla. „Ég ætla að þiggja pláss í Hlíð, ég finn að það er eitt­hvað að gefa sig í höfðinu, ætli það séu ekki af­leiðing­ar af rot­högg­inu á Sigluf­irði forðum,“ sagði kapp­inn bros­mild­ur þegar við kvödd­umst síðast. Stuttu eft­ir það skall Covid yfir og öllu var lokað. Gamli góði Marri hvarf smátt og smátt. Eft­ir að Ingi­björg Þor­valds­dótt­ir kona hans lést 18. fe­brú­ar hvarf lífs­vilj­inn. Þá var gott að fá að sofna og hverfa í sum­ar­landið til Ingi­bjarg­ar.

Góða ferð, gamli vin­ur.

Gísli Sigurgeirsson

Þorleifur Jóhannsson - minning

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00