Fara í efni
Minningargreinar

Eyjólfur Ágústsson

Í dag kveðjum við elsku, besta, fallega og góða mág okkar og svila Eyjólf Stein Ágústsson (Eyfa).

Nú er langri þrautagöngu þinni lokið og þú kominn í sumarlandið þar sem allt góða fólkið okkar tekur á móti þér. Það er mikill tómleiki í hjarta okkar og minningarnar hrannast upp.

Það er efni í heila bók allar þær minningar sem hlaðast nú upp í kollinum á okkur enda spanna þær yfir 40 ár. Allt frá kynnum ykkar Siggu, þegar hún lét mig keyra fyrir utan Þróttaravöllinn í Reykjavík svo hún gæti bent mér á þennan sæta í KA-treyjunni á vellinum, og til kveðjudags.

Allar ferðir okkar norður um páska á skíði, þar sem við nutum höfðinglegra veisluhalda öll kvöld og tala nú ekki um Sjallaferðirnar.

Samveran í hjólhýsinu ykkar og svo sumarbústaðnum. Ekki má gleyma ferðunum á Fiskidaginn mikla á Dalvík, þar var alltaf gaman.

Svo tóku við ferðir ykkar til okkar í Húsafell, sumarhöllina eins og þú kallaðir bústaðinn okkar. Þar hlóðstu batteríin. Maríuerlan þín mætti alltaf á pallinn og þú muldir fyrir hana ritzkex sem hún gerði alltaf góð skil og mýsnar fengu afganginn. Húsafell átti alltaf stóran sess í hjarta þínu og ekki síður Borgarfjörðurinn þar sem Steinn afi þinn á sinn legstað í Reykholti.

Síðasta eina og hálfa árið er búið að vera eitt stórt verkefni hjá þér og hefur Sigga þín staðið eins og klettur þér við hlið, staðið vaktina 24/7.

Það er gott að hafa getið stutt við bakið á ykkur þennan erfiða tíma og munum við halda utan um Siggu þína, Skúla og fjölskyldu.

Ljós þitt mun lifa með okkur elsku brókarlallinn okkar.

Elsku Sigga, Skúli og fjölskylda, aðrir aðstandendur og vinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin lifir.

Kveðja

Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.

Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
(Bubbi Morthens)

Sólveig (Solla), Eggert (Eddi) og fjölskylda.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00