Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Elsku amma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en á sama tíma erum við þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst aldrei gömul og alls ekki jafn gömul og árin sögðu til um, hvorki í anda, útliti né heilsu, og áttir eftir að gera alveg heilan helling.

Þú varst mikill vinur okkar og hafðir einskæran áhuga á öllu sem gerðist í okkar lífi. Þú þekktir alla vini okkar og allir vinir okkar þekktu þig. Amma Bella, alltaf á hjólinu, í fjallinu, á golfvellinum. Alltaf að gera eitthvað. Það var gott að leita til þín með ráðleggingar en því fylgdu líka stundum athugasemdir sem enginn bað um. Þú sagðir hlutina bara nákvæmlega eins og þeir voru. Skemmtilega hreinskilin. Þú varst alltaf glöð og alltaf jákvæð, einhvern veginn alltaf í góðu skapi. Oft upptekin, en hafðir alltaf tíma fyrir okkur. Við viðurkennum að það gat tekið á þolinmæðina að fara með þér í bæinn eða búðina, því okkur fannst þú þurfa að tala við alla hina sem voru í bænum eða búðinni. Okkur fannst þú þekkja bókstaflega alla, sem þú náttúrlega gerðir.

Samband þitt við langömmubörnin var svo yndislegt og þú varst svo mikill vinur þeirra, í berjamó, á skíðum, í ferðalögum og að spila. Þegar þú lékst við barnabarnabörnin þá þurfti ekki að róa börnin heldur þig, þá 90 og eitthvað ára gamla, oft í feluleik og jafnvel eltingaleik.

Þú varst sannkallaður ættarhöfðingi og risastórt skarðið sem þú skilur eftir þig. Það að vera ömmubarnið þitt hefur veitt okkur ákveðið forskot í lífinu, það var nefnilega gæðastimpill sem þér fylgdi.

Elsku amma, þú hefur kennt okkur svo margt og sýnt okkur hvað hægt er að afreka, þú munt verða okkar fyrirmynd um ókomin ár.

Takk fyrir samveruna elsku amma og við vitum að afi tekur vel á móti þér.

Ásta Björg, Þorsteinn og Björn.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00