Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Elsku amma!

Takk fyrir að sýna það í verki hvað það þýðir að lifa lífinu lifandi. Sama hvað gerðist, þú gerðir alltaf það besta úr öllu og lést fátt slá þig útaf laginu. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp með þig sem ömmu. Þú gast einvhern veginn allt, og gerðir það sem þér datt í hug – sem varð þó stundum til þess að við ættingjarnir hálf hristum hausinn og hugsuðum: hvað er hún að gera núna … Úr þeim uppátækjum koma hins vegar bestu sögurnar.

Ég var svo heppin að vinna tvisvar í Ömmu-lottói lífsins og þess vegna hef ég frá því að ég man eftir mér hlakkað til að verða virkilega „gömul“. Fyrir mér virtist ekkert betra í lífinu en að verða amma, því þið báðar lifðuð lífinu eins og heimurinn væri leikvöllur sem væri opinn öllum þeim sem föttuðu að hann væri til. Þú hafðir svo mikinn áhuga á lífinu og fólkinu og það var hreint ótrúlegt hvað þú vissir um allt að alla. Það var talað um fólk og ættir raktar, en þú talaðir ekki illa um neinn. Þar skein áhugi þinn um lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða vel í gegn.

Þú hættir aldrei að læra og gerðir þitt besta til að skilja nútímann og tæknivæðinguna með iPad tímum og fleiru. Einu sinni kom ég með útprentaðar myndir til þín sem ég hélt myndu gleðja þig, en þá varstu löngu búin að sjá þær á Facebook og fannst þær bara ómerkilegar. Við gátum rifist um hegðun fólks í dag, hvað má og hvað ekki, og þó við værum ósammála skein hér í gegn hvað þú vildir skilja heiminn.

Við áttum mörg ævintýri saman, en minnistæðast eru kannski símtölin okkar þar sem við báðar grétum úr hlátri. Þú vildir alltaf vita allt sem var í gangi og við gátum alveg hlegið okkur máttlausar, sérstaklega yfir heppni og óheppni í ástarmálum. Þú varst með húmor á við hinn versta sjóara, og varst alltaf með bestu brandarana. Þeir voru oft svo langt undir mittisbeltinu að við hreinlega gátum ekki þýtt þá fyrir útlensku mökum okkar. Skemmtilegast var að verða vitni af símtölum þíns og pabba, þið voruð með húmor ykkar á milli sem ekki er hægt að segja frá, en það var fátt betra en þegar þú skríktir af hlátri.

Við vorum nú ekki alltaf sammála og gátum tekist á um ýmis málefni, en það var ávallt stutt í hláturinn. Sem Nafna barðist ég hörðum höndum fyrir því frá því að ég man eftir mér að vera ekki kölluð litla Bella, en þvílíkur heiður sem það hefur verið að fá að bera þitt nafn.

Takk elsku amma fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst, þó svo að það sé erfitt að samtölin okkar og ævintýrin verði ekki fleiri, veit ég að þú sért hamingjusöm og hlæjandi með afa. Minning þín mun lifa í gegnum alla þá sem þú snertir í gegnum lífið, og sögurnar um ofurkonuna Bellu munu sennilegast með tímanum verða að goðsögnum.

Þín nafna,

Björg Finnbogadóttir

Hulda Lilý Árnadóttir

Rannveig Svava Alfreðsdóttir skrifar
18. júlí 2024 | kl. 06:00

Jón Bjarnason

Íþróttafélagið Þór skrifar
12. júlí 2024 | kl. 10:30

Jón Bjarnason – lífshlaupið

12. júlí 2024 | kl. 10:20

Jóhann Sigtryggsson

Magnús Ingólfsson og Ólafur Þór Ævarsson skrifa
09. júlí 2024 | kl. 12:00

Sigríður Árnadóttir

Baldur Már, Andri Snær og Ágúst Stefánssynir skrifa
26. júní 2024 | kl. 06:00

Sigríður Árnadóttir

Friðrika Tómasdóttir skrifar
26. júní 2024 | kl. 06:00