Fara í efni
Minningargreinar

Ágúst H. Guðmundsson

Elskulegi pabbi minn og besti vinur, lífið er tómlegt án þín. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt.

Ég vildi að ég gæti sagt þér aftur hversu mikið ég hef alltaf dáðst að þér. Styrkinn og baráttuviljann vantaði þig aldrei. Ásamt því að berjast við MND hugðir þú að mōrgu, þar á meðal virkjun inni í Eyjafjarðarsveit sem varð að veruleika, enda gastu afrekað allt sem þú ætlaðir þér og varst magnaður leiðtogi.

Á sama tíma stóðstu þétt við bakið á okkur fjölskyldunni og þér þótti mikilvægast að ōllum í kringum þig liði vel. Hugarfar þitt var engu ōðru líkt og gat borið þig eins langt og mōgulegt var.

Ég gæti talið upp svo margt en ég minnist þess hversu hjartahlýr, skemmtilegur og traustur faðir þú varst. Dugnaður, jákvæðni, einlægni og húmor eru einnig orð sem lýsa þér vel. Þú varst mikill húmoristi og ég elskaði ekkert meira en þegar þú hlóst. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þess að hlæja og grínast með þér. Þú lést alla í kring um þig finna að þeir skiptu miklu máli og alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa fólki, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Þú varst besti maður sem ég þekki og einstakur. Þú gafst og kenndir mér svo margt í gegnum lífið og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Allt sem ég hef afrekað og lært, er þér að þakka.

Minningarnar eru margar og svo kærar.

Ég minnist allra ferðalaganna sem við fórum í.

Ég minnist þess þegar þú baðst mig að standa upp í nýja bílnum þínum og dansa eins mikið og ég gæti á meðan þú keyrðir inn Eyjafjarðarsveit með tónlistina í botni. Ég minnist þegar þú spilaðir á píanóið og ég sōng. Ég minnist þess líka þegar við fórum saman á vélsleðann, hraðbátinn, vespuna og fjórhjólið. Þú áttir svo mōrg áhugamál og varst alltaf opinn fyrir nýjungum.

Við skildum hvort annað svo vel og gátum talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir voru. Þig skorti aldrei þolinmæði og ég vissi að sama hvað var að myndir þú hlusta á mig og ræða málin eins lengi og þurfti. Þú varst minn dyggasti stuðningsmaður og sagðir mér alltaf hvað þú varst stoltur af mér. Þú kenndir mér líka að gera alltaf mitt besta og að vera sterk þegar á móti blés. Þú varst mín stoð og stytta og gladdist alltaf þegar mér leið vel, eins og ég gladdist þegar þér leið vel.

Ég segi eins og þú sagðir við mig. Þú ert stjarnan mín, elsku pabbi. Ég lít upp til þín alla daga eins og ég hef alltaf gert og mun alltaf gera. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn og hugsa því að þú sért hjá mér. Sorgin er mikil og sár en þú sýndir mér hversu miklum styrk er hægt að búa yfir og ég mun alla tíð taka þig til fyrirmyndar. Ég gæti ekki verið stoltari af þér og er svo ótrúlega þakklát fyrir allar okkar stundir saman. Ég mun sakna þín hvern einasta dag um ókomna tíð. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Ég þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig.

Hvíl í friði og guð geymi þig, elsku pabbi

Þín dóttir,
Ásgerður Jana Ágústsdóttir

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen skrifa
04. mars 2024 | kl. 09:30

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
04. mars 2024 | kl. 06:00

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05

Hermína Jónsdóttir

Rannveig María, Erlingur, Anna Marit og Ragnhildur skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05