Fara í efni
Minningargreinar

Ágúst H. Guðmundsson

Elsku hjartans, fallega ástin mín!

Nálægð þín

Nálægð þín vakti bjartar sveiflur:
andrúmsloft hetju
með fagrahvel undir brámána
sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm.

Fingur þínir voru heitir líknstafir
er slævðu svaleggjar Dauðans
í krafti þess æðruleysis
sem helst veitir buguðum styrk og fró.

Nú glóir skyndilega ný fastastjarna
í bládjúpi næturhiminsins:
ástgjöf liðinna stunda
sem geislar frá sér lífi minninga.
(Jóhannes úr Kötlum)

Ég mun ætíð sakna þín og okkar ástríka, fallega sambands.

Allar dýrmætu minningarnar okkar geymi ég í hjarta mínu um ókomin ár.

Takk fyrir allar okkar stundir saman, allt sem þú gerðir fyrir mig og með mér.

Ég passa fallegu börnin okkar þrjú, þau eru hetjurnar okkar.

Ég elska þig, hvíl í friði.

Þín eina,
Guðrún.

Sigurður Hlöðversson

Gísli Sigurgeirsson skrifar
19. febrúar 2023 | kl. 06:00

Indriði Úlfsson

Ingibjörg Ósk skrifar
18. febrúar 2023 | kl. 12:10

Indriði Úlfsson

Ingunn Indriðadóttir skrifar
18. febrúar 2023 | kl. 12:00

Indriði Úlfsson – lífshlaupið

18. febrúar 2023 | kl. 11:50

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir

Ingólfur Hermannsson og Auður Filippusdóttir skrifa
06. febrúar 2023 | kl. 06:05

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir

Elín Björg Ingólfsdóttir og Hermann Ingólfsson skrifa
06. febrúar 2023 | kl. 06:05