Fara í efni
Íþróttir

Skíðafrömuðir þinga á Akureyri haustið 1956

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 104

Ársþing Skíðasambands Íslands var haldið á Akureyri haustið 1956 og þá var þessi mynd tekin í Hlíðarfjalli. Húsið fallega, skíðahótelið eins og það var lengi kallað, og síðar Skíðastaðir, er þarna í byggingu aftan við þingfulltrúa. Meginuppistaðan í því merkilega húsi er viður úr gamla sjúkrahúsinu við Spítalaveg á Akureyri sem rifið var 1954, eftir að Fjórðungssjúkrahúsið var tekið í notkun. Skíðahótelið reis á árunum 1955 til 1957. Á myndinni eru nokkrir Akureyringar, m.a. Páll Stefánsson lengst til vinstri og á hinum endanum er Hermann Stefánsson, sá mikli íþróttafrömuður sem var einmitt einn aðalmaðurinn í því mikla verkefni að skíðahótelið varð að veruleika úr efninu sem flutt var neðan úr Spítalavegi. Akureyri.net þekkir fleiri á myndinni en gefur ekki upp að sinni; geta lesendur nafngreint aðra? Gaman væri að fá upplýsingar sendar á netfangið skapti@akureyri.net