Stari

TRÉ VIKUNNAR - 121
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Starinn er fallegur fugl. Hér situr hann í lerkitré, sem er fallegt tré. Þarna starir fuglinn eitthvað út í bláinn. Mynd: Emma Hulda Steinarsdóttir.
Lýsing
Stari er auðþekkjanlegur, dökkur og bústinn fugl en töluverður litamunur er á sumar- og vetrarbúningi. Á haustin og á veturna er fuglinn svartur en alsettur ljósari dílum. Doppurnar eru ljósir fjaðurendar. Á bringu eru þær nær hvítir en á baki ljósbrúnar. Er líður að vori hverfa dílarnir og fuglinn fer í varpbúning. Þá fær hann á sig grænbláa slikju eða einskonar málmgljáa. Gljái þessi er sterkari á karlfuglum en kvenfuglum. Liturinn minnir þann er þetta ritar dálítið á olíubrák sem stundum sést á pollum nálægt gömlum bíldruslum.

Starapar í tilhugalífinu. Karlinn er til vinstri, kerlan til hægri. Mynd: Elma Benediktsdóttir.
Þegar fuglinn fer í varpbúning skiptir nefið einnig um lit. Á vetrum er það svart en það gulnar á varpfuglum. Þekkja má kynin á sumrin á því að nefrótin hjá karlfuglunum er blágrá en hjá kvenfuglinum er hún ljós. Annars er nefnið fremur langt og oddhvast. Ungfuglar eru grábrúnir að lit og á fyrsta vetri halda þeir brúna litnum nema hvað bringan verður eins og hjá fullorðnu fuglunum (Guðmundur Páll 2005, Jóhann Óli 2011). Þetta má sjá á nokkrum myndum í þessum pistli. Þær sýna að fuglinn er ekki bara svartur og rytjulegur, heldur skrautlegur og litríkur. Stari og hinn vel þekkti skógarþröstur eru svipaðir að stærð. Starinn er þó örlítið minni en mun frakkari þannig að skógarþrösturinn lætur undan síga ef þeir þurfa að takast á.

Litasjón
Annað sem rétt er að nefna í þessu sambandi er málmgljáinn á svarbláum fjöðrum stara yfir varptímann. Við sjáum fuglana sem svarta með grænbláum gljáa en starinn sér mjög skrautlega fugla þar sem útfjólubláir litir eru aðalskrautið. Þessi skrautlegi fjaðrahamur er okkur að mestu hulinn.

Meira á vef Skógræktarfélagsins.
Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Smellið hér til að sjá allan pistilinn


Skaðvaldar á birki

Jón Rögnvaldsson – Mikilhæfur leiðtogi

Grasagarðshlutverk Lystigarðsins

Blágreni á Íslandi
