Fara í efni
Tré vikunnar

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

TRÉ VIKUNNAR - 133

Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Í hinum stóra heimi eru til allskonar tré. Sum eru algeng en önnur eru fágætari. Má sem dæmi nefna að birki verður að teljast algengt, íslenskt tré þótt tegundin þeki aðeins um 1,5% landsins, eða þar um bil. Aftur á móti er blæösp sjaldgæft, íslenskt tré. Hún er samt hreint ekkert sjaldgæf í hinum stóra heimi. Svona er allt afstætt.
 

Við höfum stundum fjallað um tré sem eru sjaldgæf í heiminum. Má nefna sem dæmi pistla um tré sem telja má lifandi steingervinga og finnast aðeins villt á fáeinum stöðum.

Tréð sem við fjöllum um í dag er eitt af þessum fágætu trjám. Sumir segja að það sé aðeins til eitt eintak af tré vikunnar, en það er sennilega ofmælt - nema það sé vanmælt - því trén eru fleiri. Hér segir að tréð hafi fundist á þremur stöðum. Það er líklega nærri lagi. Þetta er blendingstegund sem á fræðimálinu kallast Quercus × munzii J.M.Tucker. Þetta „x“ í fræðiheitinu vísar til þess að um blending sé að ræða. Tréð finnst villt í miðri eyðimörk og tilvist þess hefur valdið mörgum grasafræðingum andvökunóttum. Tréð á sér ekkert viðurkennt íslenskt heiti en í þessum pistil köllum við það eyðimerkureik án þess að það sé tegundarheiti.

Þetta einmana eikartré er tré vikunnar.

 
ree


Quercus
× munzii vex í eyðimerkursandi eins og hér má sjá. Myndirnar sem finna má á netinu af þessari tegund eru nær allar af þessu tiltekna tré. Því er ekki að undra að sumir telji þetta tré hið eina sinnar tegundar í heiminum. Þessa mynd tók Pablo Nahuel Miraglia og birti á Facebooksíðunni Big Tree Seekers

Meira á vef Skógræktarfélagsins.  

 

Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Smellið hér til að sjá allan pistilinn

Saga elris

Sigurður Arnarson skrifar
01. október 2025 | kl. 10:00

Haust- og vetrarundirbúningur trjáa

Sigurður Arnarson skrifar
24. september 2025 | kl. 07:30

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15

Arnold Arboretum

Sigurður Arnarson skrifar
03. september 2025 | kl. 09:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00