Fara í efni
Flugsafn Íslands

„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“

Myndir: Skapti Hallgrímsson

„Við höfum barist lengi – en framtíðin krefst þess að við gefumst ekki upp núna. Barátta síðustu 50 ár hefur sýnt okkur að jafnrétti er ekki tálsýn, við getum skapað betri veröld með samstöðu. Ferðalaginu er ekki lokið og við ætlum saman alla leið,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags, meðal annars á fjölmennum baráttu- og samstöðufundi á Ráðhústorgi á Akureyri í morgun - á Kvennafrídeginum. „Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn,“ sagði Arna Jakobína. en hún var aðalræðumaður dagsins.

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags, á Ráðhústorgi í morgun. 

Um 1500 manns hafa líklega verið á fundinum sem hófst kl. 11.15 og stóð til kl. 12.00. „Þrátt fyrir að hálfrar aldar baráttu er jafnrétti en ekki náð. Konur verða í meira mæli fyrir ofbeldi sem er að aukast, þær eru með lægri ævitekjur og launamunur kynjanna hefur aukist síðastliðin tvö ár og er nú 22%,“ sagði Arna Jakobína meðal annars.

Stemningin á Ráðhústorgi var góð. Fundinum lauk með því að Hrund Hlöðversdóttir lék á harmoniku og söng; lokalagið var þið þekkta Áfram stelpur sem samið var í tilefni Kvennafrídagsins 1975. Allir þekkja viðlagið og vel var tekið undir:

En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil.