Fara í efni
Flugsafn Íslands

„Er langt eftir? spyr dóttir mín í aftursætinu“

Þórgunnur Oddsdóttir flytur magnaða drápu sína á fundinum á Ráðhústorgi í morgun. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórgunnur Oddsdóttir, fjölmiðla- og listakona, flutti mjög áhrifaríkt erindi – drápu – á Ráðhústorgi í morgun, á samstöðu- og baráttufundi á kvennafrídeginum. Hún gaf akureyri.net góðfúslegt leyfi til að birta erindið sem pistil. 

Þórgunnur hóf mál sitt með þessum orðum:

- Er langt eftir? Spyr dóttir mín í aftursætinu.
Ég lít í baksýnisspegilinn og sé kosningarétt kvenna, getnaðarvarnir og Vigdísi forseta.
- Við erum langt komin - segi ég.

Dóttirin heldur áfram að spyrja og móðir hennar segir á einum stað:

- Þetta er lengra en ég hélt, svara ég og gef aðeins í.

Áfram er haldið og enn á eftir að moka víða, segir móðirin. Það er eins og það skafi alltaf aftur í slóðina!

Í lokin er hljóðið annað en í byrjun:

Er langt eftir? spyr dóttir mín í aftursætinu.
- Já, svara ég,
- og við megum ekki stoppa!