Fara í efni
Umræðan

Umhverfismál - leiðréttum mistökin

Í áratugi var starfrækt sérstök umhverfisnefnd á Akureyri sem hafði umsjón með umhverfismálum. Fylgdist með ástandi mála í bænum, kom að úrgangsmálum og stjórnun úrgangsmála, mótaði stefnu og kom að ákvörðunum um skipulagsmál. Jafnframt hafði nefndin yfirumsjón með starfsmannamálum á sviðinu og gengdi eftirlitshluverki með málaflokknum og tók fyrir ýmis mál sem tengjast umhverfismálum. Sótti erlendar ráðstefnur og var leiðandi í umhverfismálum á Íslandi t.d. með þátttöku í Staðardagskráverkefninu á landsvísu.

Fyrir nokkrum árum var stigið það óheillaskref að mínu mati að leggja niður umhverfisnefnd sem sjálfstæða einingu og vista málaflokkinn í sameinaða nefnd sem heitir Umhverfis- og mannvirkjaráð.

Það þarf ekki að skoða margar fundargerðir til að átta sig á hvað það er sem tekur mestan tíma þessa ágæta ráðs. Að sjálfsögðu mannvirkjamálin enda margt undir í þeim málaflokki. Það hefur orðið til þess að umhverfismálin eru sem hornkerling í þessu mikla ráði og mestur tíminn fer í þessi hörðu praktísku mál sem mannvirkjamálin eru. Það var engum greiði gerður með að stinga umhverfismálum Akureyrar inn í þungt og flókið ráð sem er að fjalla um allt aðra hluti. Þessi mál eiga að mínu mati enga samleið og það eru umhverfismálin sem líða fyrir þessa sameiningu. Ég er á engan hátt að deila á þá sem í þessu ráði sitja, þau gera vafalaust sitt besta.

Mín skoðun er að þetta ráð eigi að leggja niður Umhverfis- og mannvirkjaráð í núverandi mynd og aðskilja þessa óskyldu málaflokka. Umhverfismálin á Akureyri líða fyrir skort á eftirfylgni, stefnumótun og getu núverandi ráðs til að halda um málflokkinn með reisn. Mestur þeirra tími fer í ýmiskonar mannvirkjamál .

Það væri því tímabært að flokkar sem bjóða fram á næsta ári hafi það á stefnuskrá sinni að endurreisa umhverfismálin á Akureyri og taka þau út úr Mannvirkjaráði.

Við eigum miklar og góðar upplýsingar um það hvernig tekið var á umhverfismálum á Akureyri áður en það óheillaskref var stigið að gera umhverfismálin að hornkerlingu í alls óskyldri nefnd sem hefur alveg nóg með mannvirkjamál.

Leiðréttum misökin, það er aldrei of seint.

Jón Ingi Cæsarsson sat lengi í umhverfisnefnd Akureyrar á árum áður.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15