Fara í efni
Umræðan

Um málefni eldri borgara

Að undanförnu hafa ungstirni úr Framsóknarflokki og bæjarfulltrúar látið að sér kveða þau Sunna Hlín og Gunnar Már og er það vel. Sunna Hlín tekur fyrir að tveir vinnuhópar séu nú að störfum, sem tengjast málefnum eldri borgara á Akureyri og vinna við seinni hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara og endurskoðun á íbúðabyggð aðalskipulags. Af þessu tilefni óskuðu bæjarfulltrúar Framsóknar eftir umræðu um málefni eldri borgara í bæjarstjórn.

Ég sem einn af eldri borgurum Akureyrar, fæddur hér og uppalinn, meðlimur í félagi eldri borgara á Akureyri (skammst. EBAK) og hef þá ánægju af að starfa svolítið á þeim vettvangi mér til ánægju og vonandi annarra, vil nú leggja ofurlítið orð í belg til upplýsinga fyrir ungstirnin í Framsókn. Eins og algengt er í alvöru félögum heldur EBAK aðalfund einu sinni á ári en nú er þetta ágæta rúml. 2000 manna félag búið að sprengja utan af sér alltof lítið ca 150 fm. húsnæði í Bugðusíðunni svo næsti aðalfundur verður nú haldinn í leiguhúsnæði Naustaskóla. Til  skýringar fyrir ykkur unga og áhugasama Framsóknarfólk eru mikið mörg ár síðan EBAK bað um stækkun á húsnæðinu, sem er mjög auðvelt án mikils kostnaðar og meira að segja hefur boðist til að lána Akuryarbæ fyrir stækkuninni, sem ekki myndi kosta augun úr en var það þegið. Þá er annað mál, sem líka brennur á okkur eldri borgurum hvernig farið er með okkur en alla daga vikunnar er mikið um að vera í félagsmiðstöðvunum en nú brá svo við um síðustu áramót að kaffi og brauð sem hægt er að fá keypt hefur hækkað um 33% og einstakur kaffibolli um 50% og finnst okkur þetta vel í lagt þó við vitum að alltaf vantar Akueyrarbæ peninga í t.d. óþarfa eyðslu þegar t.d. ausið er í Listasafnið litlum á þriðja hundra milljónum bara á þessu ári.

Hjörleifur Hallgríms er varafulltrúi F listans

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14