Fara í efni
Umræðan

Tímabundin lokun neðst í tröppunum

Nú er komið að því að klára framkvæmdir í neðsta hluta kirkjutrappanna með snjóbræðslukerfi þannig að ekki myndist svellbunki á neðsta pallinum eins og sést á þessari mynd sem var tekin í lok janúar. Mynd: Sigurgeir Haraldsson.

Neðri hluta kirkjutrappanna við Akureyrarkirkju verður lokað aftur í nokkra daga frá og með mánudagsmorgni, 3. mars, vegna framkvæmda. Akureyri.net sagði frá því í lok janúar þegar svellbunki myndaðist á neðsta pallinum þó svo búið væri að endurnýja tröppurnar. Skýringin er að ekki var hægt að ljúka við að setja snjóbræðslu í neðsta hlutann þegar tröppurnar voru endurnýjaðar. 

Nú er semsagt komið að því að klára þann hluta verksins og verður neðsti hluti trappanna lokaður á meðan á þeirri vinnu stendur. Efri hlutinn af kirkjutröppunum verður þó opinn og mögulegt að fara um þann hluta, göngustíg sem liggur milli trappanna og Sigurhæða og svo niður tröppur þar og niður í Hafnarstrætið. Að sjálfsögðu er svo einnig hægt að ganga upp og niður gilið eftir hentugleikum.

Framkvæmdir hefjast kl. 10 á mánudagsmorgun og verður lagt kapp á að ljúka þeim sem fyrst. Ekki er getið nánar um áætlaðan verktíma í tilkynningu sem birt var á vef Akureyrarbæjar. Meðfylgjandi mynd sýnir þann hluta sem verður lokaður vegna framkvæmdanna og leiðina sem hægt er að fara niður í Hafnarstrætið úr kirkjutröppunum.

Nánar á akureyri.is

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30