Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða
03. júlí 2025 | kl. 14:00
Golfklúbbur Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliðum kvenna, karla og yngra landsliði sem taka þátt í Evrópumótum sem öll fara fram á sama tíma, dagana 8.-12. júlí.
Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi, karlarnir spila á Írlandi og yngri landsliðin á Englandi og í Ungverjalandi. GA á fulltrúa í þremur þessara landsliða.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir var valin í kvennalandsliðið, Veigar Heiðarsson í karlalandsliðið og Bryndís Eva Ágústsdóttir í stúlknalandsliðið. Bryndís Eva var einnig valin til þátttöku á European Young Masters í Frakklandi 24.-26. júlí.
Frá þessu er sagt á vef GA.