Þórsstelpurnar mæta Hamri/Þór í Þorlákshöfn
Kvennalið Þórs í körfuknattleik ferðast í dag í þriðja útileik liðsins á 11 dögum þegar stelpurnar halda til Þorlákshafnar og mæta liði Hamars/Þórs í 2. umferð úrvalsdeildar kvenna, Bónusdeildinni.
Þórsstelpurnar hafa byrjað keppnistímabilið á þjóðveginum, ef svo má að orði komast. Þær fóru í eftirminnilega för til Keflavíkur og sóttu sér bikar á laugardegi og voru svo mættar að Hlíðarenda á þriðjudegi til að mæta Val í fyrstu umferðinni. Sá leikur rann þeim úr greipum á lokamínútunum og fjögurra stiga tap varð niðurstaðan. Í dag er komið að annarri umferð deildarinnar og okkar konur væntanlega staddar á þjóðvegi 1 þegar þessi frétt birtist, á leið suður í Ölfus.
Hamar/Þór er á sínu fyrsta ári í úrvalsdeildinni og mætti liði Hauka á útivelli í fyrstu umferðinni. Haukar unnu með níu stiga mun þar sem fyrrverandi leikmaður Þórs, Lore Devos, fór á kostum. Lore skoraði 41 stig, tók tíu fráköst og átti þrjár stoðsendingar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk
Tryggjum öryggi eldri borgara