Fara í efni
Umræðan

Þórsarinn Sverrir Páll hjá AZ Alkmaar

Ungur knattspyrnumaður úr Þór, Sverrir Páll Ingason, dvelur þessa dagana í Hollandi þar sem hann æfir með og skoðar aðstæður hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þar segir:

Sverrir Páll er á sextánda aldursári og skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór síðasta vetur. Hann er vængmaður en hefur einnig leikið sem bakvörður með 2. flokki í sumar og lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í vetur þar sem hann spilaði gegn KR og HK í Lengjubikarnum.

Sverrir hefur verið byrjunarliðsmaður í yngri landsliðum Íslands og leikið sex landsleiki fyrir U15 og U16.

AZ Alkmaar óskaði eftir því við Þór að fá Sverri til æfinga hjá sér og æfir hann með U17 ára liði félagsins út þessa viku.

Til gamans má geta þess að þegar Aron Einar Gunnarsson fór ungur að árum frá Þór á sínum tíma var það einmitt til AZ Alkmaar.

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00