Fara í efni
Umræðan

Þórsarinn Sverrir Páll hjá AZ Alkmaar

Ungur knattspyrnumaður úr Þór, Sverrir Páll Ingason, dvelur þessa dagana í Hollandi þar sem hann æfir með og skoðar aðstæður hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þar segir:

Sverrir Páll er á sextánda aldursári og skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór síðasta vetur. Hann er vængmaður en hefur einnig leikið sem bakvörður með 2. flokki í sumar og lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk í vetur þar sem hann spilaði gegn KR og HK í Lengjubikarnum.

Sverrir hefur verið byrjunarliðsmaður í yngri landsliðum Íslands og leikið sex landsleiki fyrir U15 og U16.

AZ Alkmaar óskaði eftir því við Þór að fá Sverri til æfinga hjá sér og æfir hann með U17 ára liði félagsins út þessa viku.

Til gamans má geta þess að þegar Aron Einar Gunnarsson fór ungur að árum frá Þór á sínum tíma var það einmitt til AZ Alkmaar.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30