Fara í efni
Umræðan

Þórsarar taka á móti botnliði Leiknismanna

Sigfús Fannar Gunnarsson gerði tvö mörk í fyrri rimmu sumarsins við Leiknismenn. Ármann Hinrik

Þórsarar taka á móti Leiknismönnum í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 16.

Þór mátti þola 2:1 tap í síðustu umferð þegar lið Þróttar kom norður og gerði tvö mörk á lokamínútu leiksins. Þróttarar fóru þar með upp fyrir Þórsara í töflunni. Leiknir tapaði heimaleik gegn Fjölni og færðist niður í fallsæti.

  • Lengjudeild karla í knattspyrnu
    Boginn kl. 16
    Þór - Leiknir

Þróttur vann Keflavík 3:2 í gærkvöldi og HK sigraði ÍR 2:1. ÍR er þó enn efst með 25 stig, HK er í öðru sæti með 24, Njarðvík sem leikur gegn Völsungi á Húsavík í dag er með 23, Þróttur fór í 21 stig með sigrinum í gær, Keflavík hefur 18 stig og Þór er með 17 stig í sjötta sæti. Með sigri í dag færu Þórsarar  upp í fimmta sæti.

Lið Leiknis og Fjölnis eru neðst í deildinni með níu stig.

Staðan í deildinni

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00