Fara í efni
Umræðan

Víðförul skytta gengur til liðs Þórsara

Handboltamaðurinn Igor Chiseliov, 33 ára rétthent skytta frá Moldóvu, er genginn til liðs við Þór. Igor lék síðast með liði Radovis í Norður-Makedóníu.

„Hann hefur spilað í ófáum löndum og er afar reyndur leikmaður,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum í kvöld, og ekki er ofsagt að Chiseliov sé víðförull; hann hefur á síðustu árum leikið í Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Íran, Indlandi, Kósóvó, Finnlandi og síðast í Norður-Makedóníu sem fyrr segir.

„Við bindum miklar vonir til nýjustu viðbót liðsins og erum spenntir að sjá hann á vellinum í vetur,“ segir í tilkynningu
 
Olísdeildin, efst deild Íslandsmótsins í handbolta, hefst eftir tæpar tvær vikur. Fyrsti leikur Þórsara verður í Höllinni föstudaginn 5. september þegar ÍR-ingar koma í heimsókn.

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00