Þór/KA vann Blika og leikur til úrslita
Þór/KA leikur til úrslita í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu! Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Breiðablik 2:1 á Kópavogsvelli í kvöld og mæta annað hvort Þrótti eða Stjörnunni í úrslitaleik laugardaginn 1. apríl.
Það var Tahnai Annis sem gerði bæði mörk Þórs/KA í kvöld.
Blikarnir byrjuðu betur og Andrea Rut Bjarnadóttir kom þeim yfir strax á 2. mínútu með skoti utarlega í veitateignum. Þór/KA átti erfitt uppdráttar framan af en stelpurnar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar tæpur hálftími var liðinn jafnaði Tahnai úr miðjum vítateig vinstra megin eftir sendingu frá Ísfold Marý Sigtryggsdóttur
Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en þegar 10 mínútur voru eftir skoraði Tahnai aftur; með föstu, hnitmiðuðu skoti utan vítateigs og reyndist það markið sem skipti sköpum.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Varaflugvallagjaldið og flugöryggi
Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna
Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?
Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast