Fara í efni
Umræðan

Þór/KA vann Blika og leikur til úrslita

Leikmenn Þórs/KA glaðir í bragði í búningsklefanum eftir sigur á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Ljósmynd: Haraldur Ingólfsson

Þór/KA leikur til úrslita í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu! Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Breiðablik 2:1 á Kópavogsvelli í kvöld og mæta annað hvort Þrótti eða Stjörnunni í úrslitaleik laugardaginn 1. apríl.

Það var Tahnai Annis sem gerði bæði mörk Þórs/KA í kvöld.

Blikarnir byrjuðu betur og Andrea Rut Bjarna­dótt­ir kom þeim yfir strax á 2. mínútu með skoti utarlega í veitateignum. Þór/KA átti erfitt uppdráttar framan af en stelpurnar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar tæpur hálftími var liðinn jafnaði Tahnai úr miðjum vítateig vinstra megin eftir sendingu frá Ísfold Marý Sigtryggsdóttur

Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en þegar 10 mínútur voru eftir skoraði Tahnai aftur; með föstu, hnitmiðuðu skoti utan vítateigs og reyndist það markið sem skipti sköpum.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15