Fara í efni
Umræðan

Þór vann Leikni og fór upp í fimmta sæti

Juan Guardia Hermida, lengst til hægri, fagnar eftir að hann kom Þór í 2:0. Lengst til vinstri er Rafa Victor, sem átti stoðsendinguna en hjá markaskoraranum er útherjinn Clement Bayiha, sem átti stoðsendingu í fyrra markinu. Myndir: Ármann Hinrik

Þór vann Leikni 2:0 í Boganum í gær í 12. umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Með sigrinum fóru Þórsarar upp í fimmta sæti – síðasta umspilssætið þegar þar að kemur; eru með 20 stig, einu minna en Þróttarar í fjórða sæti.

Eins og áður hefur komið fram fer efsta liðið að loknum 22 umferðum beint upp í efstu deild en fjögur næstu fara í umspil um annað laust sæti. Vangaveltur um framhaldið eru þó marklitlar því 10 umferðir eru eftir og því 30 stig í pottinum.

Yfirburðir Þórs voru miklir í fyrri hálfleik í gær en í þeim síðari var leikur liðsins fjarri því eins góður, Leiknismenn voru mikið með boltann en náðu ekki að færa sér það í nyt.

Heimamenn byrjuðu af miklum krafti, Ibrahima Balde þrumaði í stöng eftir 10 mínútur og mínútu síðar braut Aron Ingi Magnússon ísinn með marki af stuttu færi eftir laglegt spil.

Hægri bakvörðurinn Juan Guardia Hermida, sem kom inn í lið Þórs á ný eftir fjarveru vegna meiðsla, gerði seinna markið eftir tæpan hálftíma, Þórsarar skutu tvisvar til viðbótar í markstangir Leiknis í fyrri hálfleiknum og hefðu því getað verið í mun þægilegri stöðu þegar flautað var til leikhlés. Leiknismenn ógnuðu reyndar líka en klaufaskapur þeirra og áræðni varnarmanna á ögurstundu varð til þess að gestirnir skoruðu ekki.

Þórsarar urðu fyrir þeirri blóðtöku að Aron Ingi Magnússon fór meiddur af velli skömmu eftir seinna markið. Hann hafði leikið mjög vel og töluvert dró úr kraftinum úr heimamönnum við brotthvarf Arons Inga.

ARON INGI SKORAR
Þórsarar tættu vörn Leiknismanna í sig; þeir héldu boltanum góða stund, Rafael Victor fékk hann á endanum nokkru fyrir utan vítateig, renndi honum út á hægri kant á Clement Bayiha sem átti fasta sendingu inn á markteig. Þar var Aron Ingi Magnússon mættur á hárréttum tíma og skoraði af öryggi. Staðan orðin 1:0 á 11. mínútu.


_ _ _

HERMIDA SKORAR
Bakvörðurinn Juan Guardia Hermida gerði seinna mark Þórs á 28. mínútu eftir hratt upphlaup. Leiknismenn voru í sókn, einn þeirra féll við og vildi fá vítaspyrnu en dómarinn sá ekkert athugavert – enda var ekkert athugavert, Þórsarar brunu fram og bakvörðurinn skoraði nákvæmlega 20 sekúndum síðar. Heimamenn fóru illa með vörn Leiknismanna eins og í fyrramarkinu; Aron Ingi plataði gestina upp úr skónum, sendi inn í vítateig á Rafa Victor sem var óeigingjarn og renndi boltanum yfir til hægri á Hermida sem skoraði.

ÁTTI ÞÓR AÐ FÁ VÍTI?
Þórsarar vildu fá vítaspyrnu þegar Ibrahime Balde féll í teignum á 37. mínútu en dómarinn var ekki sammála. 

 

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45