Fara í efni
Umræðan

Sveinbjörn til liðs við Ashdod í Ísrael

Ísraelska félagið birti þessa mynd þegar það tilkynnti komu Sveinbjarnar Péturssonar í dag.

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur samið til eins árs við ísraelska handboltafélagið Hapoel Ashdod. Félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag.

Sveinbjörn, sem er 35 ára, er uppalinn á Akureyri og hóf ferilinn með Þór. Hann lék einnig með Akureyri, sameiginlegu liði Þórs og KA, og hér heima auk þess með HK og Stjörnunni.

Bubbi, eins og Sveinbjörn er jafnan kallaður, lék í átta ár alls með liði EHV Aue í 2. deild í Þýskalandi. Þar lék hann fyrst frá 2012 til 2016 og aftur síðustu fjögur ár. Aue féll úr 2. deildinni í vor og áður hafði verið tilkynnt að Bubbi hyrfi á braut eftir tímabilið.

Borgin Ashdod er við Miðjarðarhafsströnd Ísrael, lang stærsta hafnarborg landsins. Hún er rúmlega 30 kílómetrum sunnan við Tel Aviv og tæpum 50 kílómetrum norðan Gaza strandarinnar.

Eftir því sem Akureyri.net kemst næst verður Sveinbjörn fyrsti íslenski handboltamaðurinn sem leikur með ísraelsku liði.

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00