Fara í efni
Umræðan

Stöndum saman eins og öflug fjölskylda!

Stöndum saman eins og öflug fjölskylda!

Næsti leikur Þórs/KA í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, er á heimavelli gegn ÍBV á miðvikudaginn. Haraldur Ingólfsson, liðsstjóri Þórs/KA með meiru, birti ákall til Akureyringa á dögunum og þá skilaði fjöldi fólks sér á leikinn gegn Þrótti sem Stelpurnar okkar unnu. Haraldur birtir annað ákall í dag, auk þess sem hann bendir á leið til þess að styðja fjárhagslega við kvennaliðið.

Haraldur hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikinn gegn ÍBV þótt hann sé ekki á heppilegum tíma en flautað verður til leiks klukkan 16.45. Frítt er á völlinn.

Haraldur segir máli skipta fyrir árangur í nútíð og framtíð að Þór/KA standi saman eins og öflug fjölskylda, takist í sameiningu á við verkefnin í blíðu og stríðu.

„Mér verður tíðrætt um liðið mitt sem stelpurnar okkar. Á því er önnur hlið því stelpurnar okkar eru fyrirmyndir fyrir allar litlu stelpurnar sem eru að æfa fótbolta eða langar til að byrja að æfa. Allar stelpurnar – og strákana – sem langar til að leggja mikið á sig, verða góð í fótbolta og ná langt,“ segir hann. 

„Leyfið dætrum ykkar að mæta á leiki – hvetjið dætur ykkar til að fara á leiki og fylgjast með fyrirmyndunum spila fótbolta. Viðhöldum þessum tengslum á milli ungra iðkenda og leikmanna í meistaraflokki. Það er mikilvægt og vænlegt til árangurs til lengri og skemmri tíma.“

Smellið hér til að lesa grein Haraldar.

Lautin athvarf 20 ára (22 ára)

Ólafur Torfason skrifar
09. desember 2022 | kl. 14:00

Örugg skref í átt að sjálfbærni

Elma Eysteinsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 21:00

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason skrifar
05. desember 2022 | kl. 20:35

Ánægð með að hlustað var á Samfylkinguna

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:55

Aukið fjármagn frá ríkinu breytir stöðunni

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 16:00

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
05. desember 2022 | kl. 15:45