Fara í efni
Umræðan

Stöndum saman eins og öflug fjölskylda!

Næsti leikur Þórs/KA í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, er á heimavelli gegn ÍBV á miðvikudaginn. Haraldur Ingólfsson, liðsstjóri Þórs/KA með meiru, birti ákall til Akureyringa á dögunum og þá skilaði fjöldi fólks sér á leikinn gegn Þrótti sem Stelpurnar okkar unnu. Haraldur birtir annað ákall í dag, auk þess sem hann bendir á leið til þess að styðja fjárhagslega við kvennaliðið.

Haraldur hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á leikinn gegn ÍBV þótt hann sé ekki á heppilegum tíma en flautað verður til leiks klukkan 16.45. Frítt er á völlinn.

Haraldur segir máli skipta fyrir árangur í nútíð og framtíð að Þór/KA standi saman eins og öflug fjölskylda, takist í sameiningu á við verkefnin í blíðu og stríðu.

„Mér verður tíðrætt um liðið mitt sem stelpurnar okkar. Á því er önnur hlið því stelpurnar okkar eru fyrirmyndir fyrir allar litlu stelpurnar sem eru að æfa fótbolta eða langar til að byrja að æfa. Allar stelpurnar – og strákana – sem langar til að leggja mikið á sig, verða góð í fótbolta og ná langt,“ segir hann. 

„Leyfið dætrum ykkar að mæta á leiki – hvetjið dætur ykkar til að fara á leiki og fylgjast með fyrirmyndunum spila fótbolta. Viðhöldum þessum tengslum á milli ungra iðkenda og leikmanna í meistaraflokki. Það er mikilvægt og vænlegt til árangurs til lengri og skemmri tíma.“

Smellið hér til að lesa grein Haraldar.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30