Fara í efni
Umræðan

Stærsta júdómót á Akureyri til þessa

Frá KA heimilinu í dag. Eins mannmargt júdómót hefur ekki verið haldið á Akureyri svo menn muni. Mynd: M. Kristjánsson

Í dag fór fram stærsta júdómót sem haldið hefur verið á Akureyri til þessa, Vormót Júdósambands Íslands (JSÍ). Alls tóku tæplega 100 keppendur þátt frá níu júdóklúbbum og fóru alls fram 112 glímur.

Að sögn mótsstjórans, Hans Rúnars Snorrasonar, gekk mótið mjög vel en góð þátttaka á mótinu kom þó á óvart og fór fram úr björtustu vonum félagsmanna í júdódeild KA. „Við héldum mót í fyrra og okkur fannst það ágætt en þá voru hér rétt rúmlega 30 keppendur,“ segir mótsstjórinn og bætir við að þrátt fyrir umfangið hafi skipulag gengið vel fyrir sig.

„Við erum bara rosalega ánægðir með mótið. Við kláruðum það á réttum tíma og vorum meira að segja á undan áætlun,“ segir Hans Rúnar og bendir á að góða þátttöku megi að miklu leyti rekja til þess að mótið var auglýst með góðum fyrirvara. „Við lögðum mikla áherslu á að kynna mótið með nokkurra vikna fyrirvara, sem gaf félögunum tækifæri til að skipuleggja ferðalög með keppendum sínum. Það er oft það sem skiptir sköpum.“

Hitað upp fyrir glímur dagsins. Mynd: M. Kristjánsson

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00