Fara í efni
Umræðan

Skipulagsráð Akureyrar - að vera samkvæmt sjálfu sér

Skipulagsráð afgreiddi nýverið erindi þar sem hafnað var erindi þar sem óskað var eftir að fá að byggja ofan á hús við Strandgötu 11b sem byggt var 1915 og þar með aldursfriðað. Höfnun þessa erindis var rökstutt með eftirfarandi bókun.

Skipulagsráð telur framlagðar teikningar ekki samræmast yfirbragði byggðar á svæðinu auk þess sem þær eru ekki í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands. Erindinu er hafnað af þeim sökum.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákaflega rökrétt bókun og í fullu samræmi við reglur bæði lögmætar og siðferðislegar.

En dokum nú aðeins við.

Allir þekkja deilu um væntanlega háhýsabyggð SS og fyrrum formanns ráðisins. Þar er skipulagsráð enn að skoða þau áform með jákvæðum hætti, þar sem reisa á nokkur háhýsi í viðkvæmum brekkum Innbæjarins. Það væri ráð að skipulagsyfirvöld lesi nýju bókunina um Strandgötu og hugleiði samhengið.

Skipulagsráð telur framlagðar teikningar ekki samræmast yfirbragði byggðar á svæðinu

Nákvæmlega þetta á við um fyrirhugaða háhýsabyggð við Tónatröð, er það kannski annað mál? Hér staðan að vera samkvæmur sjálfu sér og gæta samræmis í ákvörðunum, þessi rök eiga sannarlega við um Tónatröð.

Ekki í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands

Sama gildir um þennan hluta bókunar um Strandgötu, Minjastofnun hefur komið að Tónatraðarmálum og hafnaði niðurrifi húss frá 1905.

Skipulagsráð hefur hjá sér áform SS Byggis að byggja háhýsin umhverfis gamla húsið og það samræmist á engan hátt friðunaráformum þessa merka húss.

Í framhaldi af þessum hugleiðingum væri ráð að skipulagsráð líti í eigin barm og velti fyrir sér þeim rökum sem notuð eru. Strandgata 11b og Tónatröð, nákvæmlega sömu rök gilda á báðum stöðum og því ber skipulagsráði að hafna áformum um byggingu háhýsa með nákvæmlega sömu rökum og við Strandgötu 11b.

Ekki samræmast yfirbragði byggðar 

Skora á ráðið að skoða eigin rök og ráðstafanir. Það skiptir öllu máli upp á trúverðugleika að vera sjálfum sér samkvæmur.

Jón Ingi Cæsarsson er f.v. formaður skipulagsnefndar Akureyrar 

Ljósmynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sókn Landsnets gegn hagsmunum Akureyringa

Ólafur Kjartansson skrifar
17. maí 2024 | kl. 12:00

Um raflínur og tryggingafélög

Inga Sigrún Atladóttir skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:50

Fjórða læknaferðin endurgreidd

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar
14. maí 2024 | kl. 17:00

Búum til börn

Ingibjörg Isaksen skrifar
12. maí 2024 | kl. 06:00

Akureyrarklíníkin

Friðbjörn Sigurðsson skrifar
11. maí 2024 | kl. 14:00

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10