Fara í efni
Umræðan

Sjáið gosmengun á heimsvísu í vefsjá

Hér sést hvernig gosmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni dreifist. Mynd: skjáskot

Á vef Veðurstofu Íslands er fylgst grannt með eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni, sem og gosmengun sem því fylgir. Mengunin hefur helst lagst yfir Vestfirði og Norðurland, eins og fjallað hefur verið um í frétt Akureyri.net. Rætt var við Hlyn Árnason, loftgæðasérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun (UOS) en hann sagði skýringuna einfaldlega vera vegna vindátta, sem færi gosmengunina yfir Snæfellsnes og til Vestfjarða og þaðan berist hún út um allt Norðurland. Og vegna stillu í veðrinu hangi þessi gosmóða enn yfir. 

Loftgæði á Akureyri hafa oft verið slæm síðustu daga, samkvæmt vefsjá Umhverfis- og Orkustofnunar. Á vef Veðurstofunnar er hægt að nálgast hlekk sem sýnir gosmengun á heimsvísu. Kortið sýnir hvernig brennisteinsmengun dreifist yfir Evrópu og Atlantshafið dag frá degi, út frá mælingum úr gervihnetti, segir á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um gosið og gosmengun.

 

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30