Fara í efni
Umræðan

Mikil loftmengun síðan í gærkvöld

Mikil loftmengun er á Akureyri; rauðu droparnir á vefnum loftgaedi.is gefa það til kynna, en á forsíðu Akureyrarbæjar segir reyndar í morgun: „loftgæði eru góð“ og án efa átt við að þau séu lítil.

Mikil mengun hefur verið á Akureyri síðan í gærkvöldi; örfínt svifryk hefur mælst yfir mörkum en sérfræðingar virðast ekki sammála um hvort mengunin sé tengd eldgosinu á Reykjanesi eða ekki.

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi snemma í morgun að mengunin væri ótengd gosinu á Reykjanesi: „Þetta gæti verið sandur og ryk sem er að berast frá hálendinu eða jafnvel frá Evrópu.“

Bjarki Fri­is, sem einnig er nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir hins vegar við mbl.is í morgun um gosmengun sé að ræða á Akureyri:

Hann segir „að þótt um 10 sinn­um lægri gildi brenni­steins­díoxíð sé að ræða á Ak­ur­eyri í dag en í Reykja­nes­bæ í gær séu loft­gæði þar samt sem áður óholl fyr­ir viðkvæma og til dæm­is sé ekki skyn­sam­legt að láta börn sofa úti á Ak­ur­eyri í dag.“

Bjarni segir einnig: „Það er suðaust­an-vindátt og þá fer gos­meng­un­in frá gossvæðinu og yfir Kefla­vík og það svæði og svo áfram upp til Snæ­fells­ness. Þaðan fer hún yfir Vest­f­irði og tek­ur síðan u-beygju ein­hvers staðar yfir Vest­fjörðum eða norður af Íslandi og kem­ur niður við Sauðár­krók og Ak­ur­eyri.“

Skjáskot af vefnum loftgæði.is í morgun. Rautt er útskýrt þannig á vef Umhverfisstofnunar:

  • Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðsvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30