Silfurverðlaun á NM U16 í körfubolta

U20 landslið Íslands á leið á EuroBasket. Því miður þekkir tíðindamaður akureyri.net þá ekki í sundur, en annar þeirra er til vinstri í fremstu röð og hinn til hægri í næstöftustu röðinni. Mynd: kki.is.
Þá er Emma Karólína Snæbjarnardóttir með U18 landsliðinu í Litháen þar sem liðið tekur þátt í B-deild EuroBasket. Þar er einnig Hanna Gróa Halldórsdóttir sem lék með Þór í vetur, en kom frá Keflavík og er skráð sem leikmaður Keflavíkur í landsliðshópnum. Íslenska liðið er í riðli með Azerbaijan, Bosníu og Herzegovínu, Kósóvó, Litháen og Úkraínu. Þegar þetta er skrifað hefur íslenska liðið spilað þrjá leiki, unnið tvo þeirra, gegn Kósóvó og Úkraínu, en tapaði fyrir gestgjöfum Litháa í fyrsta leik.
U18 landsliðið vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu fyrir skemmstu.
U18 landslið kvenna er í Litháen þar sem liðið spilar í B-deild EuroBasket. Emma Karólína Snæbjarnardóttir er önnur frá vinstri í öftustu röð, en Hanna Gróa Halldórsdóttir, sem lék með Þór síðastliðinn vetur, lengst til vinstri í öftustu röð. Mynd: kki.is.
Auk ofantaldra má svo nefna að fyrrum þjálfari kvennaliðs Þórs og yngri flokka félagsins, Daníel Andri Halldórsson, er aðalþjálfari U16 kvennaliðsins. Einnig gengu tveir í U18 hópnum, þeir Eiríkur Frímann Jónsson og Jökull Ólafsson, nýlega í raðir Þórs. Eiríkur Frímann kom frá Skallagrími og Jökull frá Keflavík.


Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Verulegt rými til framfara

Látið hjarta Akureyrar í friði

Fiskeldi og samfélagsábyrgð
