Mikilvægara en veiðigjöldin
09. júlí 2025 | kl. 15:00
Handknattleiksdeild Þórs tilkynnti í dag að samið hefði verið við Nikola Radovanovic, markvörð frá Serbíu, um að leika með liði félagsins á komandi keppnistímabili. Þórsarar sigruðu í næst efstu deild í vor og leika því á vetri komanda á ný í efstu deild Íslandsmótsins, Olís deildinni.
Radovanovic lék í vetur með gríska liðinu Ionikos en hafði áður leikið með þremur liðum í heimalandi sínu, RK Dinamo Pancevo, RK Rudar Kostolac og Rauðu stjörnunni. Hann er 27 ára og og 193 cm á hæð.