Fara í efni
Umræðan

Sameiningaráform rædd á bæjarstjórnarfundi

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, á fundinum í dag. Ljósmynd: Haraldur Ingólfsson

Fram kom á samstöðufundi gegn sameiningu MA og VMA í dag að Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi S-lista, hafi óskað eftir aukafundi bæjarstjórnar um þau áform mennta- og barnamálaráðherra. Til að boðaður verði aukafundur í bæjarstjórn þarf þriðjungur bæjarfulltrúa að fara fram á slíkt, eða þá að bæjarstjóri eða forseti bæjarstjórnar telji nauðsyn á slíkum fundi.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi L-lista, tók til máls á fundinum í dag og benti á að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar væri á dagskrá 19. september. „Þá höfum við hugsað okkur að taka þetta mál upp til umræðu því eins og við vitum öll sem hér erum og bæjarbúar almennt þá er þetta stærðarinnar hagsmunamál fyrir okkar samfélag,“ sagði Halla Björk.

Halla Björk hvatti til þess að í umræðunni væri borin virðing fyrir öllum sem taka þátt í henni og forðast að fara út í að metast um skólana. „Við eigum fyrst og fremst að hugsa um þetta sem samfélag, við þurfum þessa tvo stórkostlegu skóla sem við höfum,“ sagði Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.

Sjá einnig: Guðjón formaður FF: „Skýrslan full af falsi“ | akureyri.net

Hilda Jana Gíslsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Vinstra vor í Akureyrarbæ

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 21:00

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00