Fara í efni
Umræðan

Ótrúleg sveifla og Fram burstaði KA/Þór

Svala Björk Svavarsdóttir reynir að komast í gegnum vörn Fram í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Íslandsmeistarar Fram unnu stórsigur á KA/Þór í dag, 35:24, í KA-heimilinu þegar Olís deild Íslandsmótsins í handbolta hófst á ný eftir langt hlé vegna landsleikja.

Gangur leiksins var með ólíkindum. Eftir að meistararnir komust í 2:0 fóru Stelpurnar okkar á flug, náðu óvænt töluverðu forskoti og voru fimm mörkum yfir í leikhléi, 17:12. Rut Arnfjörð Jónsdóttir fór á kostum og gerði níu mörk í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik tóku gestirnir hins vegar öll völd, leikur heimaliðsins hrundi, og Fram vann seinni 30 mínúturnar 23:7 – ótrúlegt en satt!

Lið Fram er þar með komið með átta stig að loknum sex leikjum en KA/Þór er með fjögur stig.

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 9, Nathalia Soares Baliana 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Júlía Björnsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 17.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15