Fara í efni
Umræðan

Mikið tækifæri í því að VMA og MA vinni saman

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, telur mikið tækifæri í því að VMA og MA finni leiðir til að vinna saman að öflugu samstarfi eða jafnvel sameiningu – „EN algjörlega á forsendum þess samfélags sem skólarnir starfa í en ekki út frá hagræðingu og sparnaði.“ Þetta segir hún í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Ég hef fulla trú á að hægt sé að vinna áfram í samvinnu og af krafti. Það er kraftur í nemendum skólanna, það er mikil fagmennska og reynsla í hópi starfsfólks beggja skóla. Okkur þykir vænt um skólana okkar, vinnustaðina, samnemendur, samstarfsfólk og samfélagið okkar. Við verðum að muna eftir styrkleikum skólanna og gildum þeirra sem skólasamfélags og þeirri ábyrgð sem við höfum til að móta líf og nám unga fólksins okkar. Ábyrgðin er að taka samtalið áfram.“

Sigríður segir ýmsar ranghugmyndir og rangfærslur í umræðum manna á milli síðustu daga, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Hún segist ennfremur hugsi yfir því lítið umræðan hefur snúist um menntun til framtíðar „og um leið endurspeglað þekkingarleysi fólks á framhaldsskólastarfi samtímans.“

Smellið hér til að lesa grein Sigríðar Huldar

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00