Fara í efni
Umræðan

Mikið tækifæri í því að VMA og MA vinni saman

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, telur mikið tækifæri í því að VMA og MA finni leiðir til að vinna saman að öflugu samstarfi eða jafnvel sameiningu – „EN algjörlega á forsendum þess samfélags sem skólarnir starfa í en ekki út frá hagræðingu og sparnaði.“ Þetta segir hún í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Ég hef fulla trú á að hægt sé að vinna áfram í samvinnu og af krafti. Það er kraftur í nemendum skólanna, það er mikil fagmennska og reynsla í hópi starfsfólks beggja skóla. Okkur þykir vænt um skólana okkar, vinnustaðina, samnemendur, samstarfsfólk og samfélagið okkar. Við verðum að muna eftir styrkleikum skólanna og gildum þeirra sem skólasamfélags og þeirri ábyrgð sem við höfum til að móta líf og nám unga fólksins okkar. Ábyrgðin er að taka samtalið áfram.“

Sigríður segir ýmsar ranghugmyndir og rangfærslur í umræðum manna á milli síðustu daga, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Hún segist ennfremur hugsi yfir því lítið umræðan hefur snúist um menntun til framtíðar „og um leið endurspeglað þekkingarleysi fólks á framhaldsskólastarfi samtímans.“

Smellið hér til að lesa grein Sigríðar Huldar

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00