Fara í efni
Umræðan

LifeTrack verður hluti af kennslu hjá ÍAK

Akureyringarnir Ingi Torfi Sverrisson, sem hannaði og á LiefTrack appið ásamt eiginkonu sinni, og Elvar Smári Sævarsson, fagstjóri ÍAK einka- og styrktarþjálfunarnáms Fjölbrautaskóla Suðurnesj, til hægri.

Námsbraut ÍAK í einka- og styrktarþjálfun hefur gert samstarfssamning við íslenska heilsuappið LifeTrack, sem hannað var af hjónunum Inga Torfa Sverrissyni og Lindu Rakel Jónsdóttur á Akureyri og er í þeirra eigu.  Appið verður nú hluti af kennslu í næringarfræði. „Appið er nýstárleg og aðgengileg tæknilausn sem gerir notendum kleift að fylgjast með næringarinntöku sinni á einfaldan og skilvirkan hátt,“ segir á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja en námið er kennt þar í fjarnámi.

Heilbrigður lífsstíll og aukin afkastageta eru í forgrunni bæði í náminu og í þróun LifeTrack-appsins, segir á vef skólans. „Með markvissri notkun á tæknilausnum eins og LifeTrack og öflugri fræðslu í náminu fá nemendur verkfæri til að hámarka árangur, hvort sem er í eigin þjálfun eða í starfi með öðrum.“

Öflugt og notendavænt

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá LifeTrack inn í kennsluna hjá okkur. Appið er öflugt og notendavænt sem styður við markmið okkar um að bjóða upp á nútímalegt og metnaðarfullt nám. Með því að nýta nýjustu tækni í kennslu getum við betur undirbúið nemendur okkar fyrir fjölbreytt og krefjandi störf í heilsurækt og þjálfun,“ segir Akureyringurinn Elvar Smári Sævarsson, fagstjóri ÍAK einka- og styrktarþjálfunarnáms Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

„Við hjá LifeTrack erum stolt af því að taka þátt í þessu samstarfi. Það er okkur mikilvægt að styðja við menntun framtíðarþjálfara og hjálpa þeim að nýta tæknina til að bæta heilsu og afköst fólks. Með þessu samstarfi fá nemendur tækifæri til að kynnast appinu í raunverulegum aðstæðum og læra að nýta það á markvissan hátt í starfi,“ segir Ingi Torfi Sverrisson, annar stofnenda LifeTrack.

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00