Fara í efni
Umræðan

Kristján Atli kominn til Þórs frá Kórdrengjum

Kristján Atli Marteinsson í leik Þórs og Aftureldingar sumarið 2021. Til vinstri er Bjarki Þór Viðarsson, fyrirliði Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Kristján Atli Marteinsson er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í morgun.

Kristján Atli er 26 ára gamall miðjumaður sem lék með Kórdrengjum síðasta sumar en eftir að hafa farið í gegnum yngri flokka HK hefur Kristján Atli leikið með Fjarðabyggð, Selfossi, Magna og Aftureldingu í meistaraflokki og leikið alls 165 leiki, flesta í B-deild eða 72 leiki.

Kristján hefur skorað 10 mörk á meistaraflokksferli sínum.

Úr herbúðum Þórs er það annars helst að frétta að markmaðurinn efnilegi, Auðunn Ingi Valtýsson, hefur verið lánaðar til Dalvíkur þar sem hann leikur undir stjórn Dragans Stojanovic í sumar.

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00