Fara í efni
Umræðan

Kristján Atli kominn til Þórs frá Kórdrengjum

Kristján Atli Marteinsson í leik Þórs og Aftureldingar sumarið 2021. Til vinstri er Bjarki Þór Viðarsson, fyrirliði Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Kristján Atli Marteinsson er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í morgun.

Kristján Atli er 26 ára gamall miðjumaður sem lék með Kórdrengjum síðasta sumar en eftir að hafa farið í gegnum yngri flokka HK hefur Kristján Atli leikið með Fjarðabyggð, Selfossi, Magna og Aftureldingu í meistaraflokki og leikið alls 165 leiki, flesta í B-deild eða 72 leiki.

Kristján hefur skorað 10 mörk á meistaraflokksferli sínum.

Úr herbúðum Þórs er það annars helst að frétta að markmaðurinn efnilegi, Auðunn Ingi Valtýsson, hefur verið lánaðar til Dalvíkur þar sem hann leikur undir stjórn Dragans Stojanovic í sumar.

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. mars 2023 | kl. 09:30

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
28. mars 2023 | kl. 12:00

Til Sunnu Hlínar

Hjörleifur Hallgríms skrifar
28. mars 2023 | kl. 06:00

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50