Fara í efni
Umræðan

Kjósum frelsið, kjósum kattaframboðið

Eins og Akureyringar vita tók meirihluti bæjarstjórnar óhugnanlega og sturlaða ákvörðun og bannaði lausagöngu katta frá og með 1. jan 2025.

Kettir og kattavinir geta alls ekki sætt sig við þessa ákvörðun og ákveðið var að stofna kattaframboð til höfuðs dýraníðingunum í bæjarstjórn.

Stefnir kattaframboðið á að vinna að kærleiksríkum samskiptum manna og dýra, einnig að losa mannfólk við helsjúkt fólk úr pólitík eða hjálpa því að betrumbæta sjálft sig. Fallegi kattabærinn Akureyri á skilið að honum stjórni fallega þenkjandi fólk, en ekki fordómafullt og vont fólk. Kattaframboðið fer ekki bara fram á að lögunum verði hnekkt heldur afsökunarbeiðni allra þeirra sem greiddu atkvæði með dýranýðinu. Auk þess að skylda þau til að vera sjálf í ól bundið við maka sinn eða aðstandanda í um mánaðartíma.

Kæru Akureyringar gerum köttinn Reykjavík að næsta bæjarstjóra og losum okkur við spillinguna sem fylgir oft mannfólkinu og verum fyrirmynd jarðarbúa í framkomu okkar við náttúruna.

Kjósum frelsið, kjósum kattaframboðið!

Höfundur er listamaður og höfundur kattaframboðsins.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30