Fara í efni
Umræðan

Kattaframboð á Akureyri

Hugmyndin er að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt hatursfulla bæjarfulltrúa.

Kettir hafa vissulega ekki kennitölu eins og mannfólk, en hugmyndin er að eigendur kattanna láni þeim kennitölu sína til að þeir verði kjörgengir. Akureyri er sannkallaður kattabær og þeir ættu að vera stolt Akureyringa. Kattalífið á Akureyri er afar heillandi og það fylgir því að ganga um götur bæjarins að rekast á ketti að leik.

Kattaframboðið leggur einnig til að lógói bæjarins verði breytt og skipt út fasískum erni í glaðlyndan kött. Þegar eru hönnuðir farnir að vinna inn tillögur að nýju lógói fyrir bæinn með hugmyndum katta framboðsins. Kattaframboðið harmar illt innræti bæjarfulltrúa Akureyrar og illt og hatursfullt umtal. Kettir eru ekki bara ein skemmtilegustu dýr á jörðinni heldur þau þrifalegustu. Kötturinn er dýr Freyju og nornir voru alltaf með ketti og þær voru brenndar á báli fyrir þekkingu sem ógnaði feðraveldinu og þetta hatur á köttunum fyrir norðan er í raun hatur feðraveldisins á konum og á því sem ekki er hægt að stjórna eins og kettir. Mætti margt mannfólk taka þá til fyrirmyndar. Hingað og ekki lengra, nú er komið nóg af hatri.

Kynningarfundur framboðsins fer fram þriðjudaginn 16. nóvember.

Snorri Ásmundsson er listamaður

Hugmynd, sem Snorri Ásmundsson sendi með greininni, að nýju lógói fyrir Akureyri.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15