Fara í efni
Umræðan

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í bikarnum

Stelpurnar í handboltaliði KA/Þórs hafa nóg að gera þessa vikuna, nýbúnar að vinna FH, eru í toppsæti Grill 66 deildarinnar og í dag er komið að leik í 1. umferð bikarkeppninnar, Powerade-bikarsins, þegar þær taka á móti liði Stjörnunnar. Leikurinn verður í KA-heimilinu og hefst kl. 17:30.

Segja má að leikurinn í dag sé í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna þó þátttökuliðin séu aðeins 14. Sex leikir eru spilaðir í 1. umferðinni, en Íslandsmeistarar Vals og Haukar, sem spila í Evrópukeppni, sitja hjá og koma beint inn í átta liða úrslitin.

KA/Þór er sem fyrr segir á toppi næstefstu deildar kvenna, Grill 66 deildinni, en Stjarnan spilar í efstu deild, Olísdeildinni, og er þar sem stendur í 6. sæti af átta liðum.

  • Powerade-bikar kvenna
    KA-heimilið kl. 17:30
    KA/Þór - Stjarnan

Aðrar viðureignir í 16 liða úrslitunum:

  • FH – Grótta
  • HK – ÍBV
  • Selfoss – Fram 19-26
  • Afturelding – ÍR
  • Víkingur – Fjölnir

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15