Fara í efni
Umræðan

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í bikarnum

Stelpurnar í handboltaliði KA/Þórs hafa nóg að gera þessa vikuna, nýbúnar að vinna FH, eru í toppsæti Grill 66 deildarinnar og í dag er komið að leik í 1. umferð bikarkeppninnar, Powerade-bikarsins, þegar þær taka á móti liði Stjörnunnar. Leikurinn verður í KA-heimilinu og hefst kl. 17:30.

Segja má að leikurinn í dag sé í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna þó þátttökuliðin séu aðeins 14. Sex leikir eru spilaðir í 1. umferðinni, en Íslandsmeistarar Vals og Haukar, sem spila í Evrópukeppni, sitja hjá og koma beint inn í átta liða úrslitin.

KA/Þór er sem fyrr segir á toppi næstefstu deildar kvenna, Grill 66 deildinni, en Stjarnan spilar í efstu deild, Olísdeildinni, og er þar sem stendur í 6. sæti af átta liðum.

  • Powerade-bikar kvenna
    KA-heimilið kl. 17:30
    KA/Þór - Stjarnan

Aðrar viðureignir í 16 liða úrslitunum:

  • FH – Grótta
  • HK – ÍBV
  • Selfoss – Fram 19-26
  • Afturelding – ÍR
  • Víkingur – Fjölnir

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00