Fara í efni
Umræðan

KA/Þór tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði

Nathalia Soares Bali­ana gerði níu mörk fyrir KA/Þór í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tapaði í dag 28:20 fyrir Haukum í Olís deild kvenna í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikið var í Hafnarfirði.

Haukar byrjuðu mun betur en Stelpurnar okkar voru komnir einu marki yfir þegar fyrri hálfleikurinn var flautaður af, 13:12. Allt var í járnum fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks en þá fjarlægðust heimamenn á ný og unnu að lokum með átta marka mun.

Liðin voru jöfn fyrir leikinn en Haukar eru nú fimmta sæti með sex stig en KA/Þór í sjötta sæti með fjögur.

Mörk KA/Þ​órs: Nathalia Soares Bali­ana 9, Lydía Gunnþórs­dótt­ir 4 (4 víti), Júlía Björns­dótt­ir 3, Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir 1, Unn­ur Ómars­dótt­ir 1, Aþena Ein­varðsdótt­ir 1, Hild­ur Lilja Jóns­dótt­ir 1.

Varin skot: Matea Lonac 9 (27,3%), Sif Hallgrímsdóttir 2 (33,3%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræði

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00