Fara í efni
Umræðan

KA úti gegn FH í undanúrslitunum

Nökkvi Þeyr Þórisson í leiknum gegn FH í Kaplakrika um daginn þar sem hann skoraði úr víti og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hann er markahæstur KA-manna í bikarkeppninni í sumar, hefur gert fimm mörk í leikjunum þremur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA mætir FH á útivelli í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar. Dregið var rétt í þessu, í leikhléi viðureignar Kópavogsliðanna HK og Breiðabliks í átta liða úrslitunum.

KA vann FH í báðum rimmum liðanna í Bestu deild Íslandsmótsins í sumar.

  • Nökkvi Þeyr Þórisson tryggði KA-mönnum öll þrjú stigin þegar hann gerði eina markið í 1:0 sigri á FH á Dalvíkurvelli 11. maí. Hann skoraði á lokaandartökum þriggja mínútna uppbótartíma.
  • Seinni leikurinn var í Hafnarfirði 7. þessa mánaðar, þá unnu KA-menn sannfærandi 3:0 sigur þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson, Nökkvi Þeyr og Bryan Van Den Bogaert gerðu mörkin.

UPPFÆRT - Breiðablik vann HK 1:0 og mætir því Víkingi í undanúrslitum. Leikur liðanna verður miðvikudaginn 31. ágúst í Kópavogi.

KA og FH mætast á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. september klukkan 17.00.

  • Úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. október.

LEIÐ KA Í UNDANÚRSLITIN 

32 liða úrslit:
KA – Reynir, Sandgerði 4:1
Mörkin: Jakob Snær Árnason 2, Elfar Árni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson

16 liða úrslit:
KA – Fram 4:1
Mörkin: Nökkvi Þeyr Þórisson 3 og Hallgrímur Mar Steingrímsson

8 liða úrslit:
KA – Ægir 3:0
Mörkin: Nökkvi Þeyr Þórisson 2 og Sveinn Margeir Hauksson

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15