Fara í efni
Umræðan

Þór/KA tapaði fyrsta leik fyrir meisturunum

Lidija Kulis og Agnes Birta Stefánsdóttir, fjær, í leiknum gegn Val að Hlíðarenda í gær. Mynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net

Þór/KA tapaði 3:1 fyrir Val í Reykjavík í gær í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þetta var fyrsti leikur mótsins og þrátt fyrir góða byrjun höfðu Stelpurnar okkar ekki erindi sem erfiði og sigur Íslandsmeistara Vals sanngjarn.

Leikurinn var býsna jafn framan, Valsmenn þó ögn sterkari en eftir að Amanda Jacobsen Andradóttir gerði fyrsta mark mótsins fyrir Val af stuttu færi var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir gestina. Enn syrti í álinn þegar Amanda skoraði aftur aðeins þremur mínútum síðar; Harpa markvörður Jóhannsdóttir kom engum vörn þegar Valsarinn skaut fyrir utan teig. 

Jasmín Erla Ingadóttir kom Val í 3:0 á 80. mín. en það var svo Sandra María Jessen fyrirliði Þórs/KA sem lagaði stöðuna með föstu skoti úr miðjum teig þegar tvær mínútur voru eftir af hefðbundnum 90 mínútna leiktíma. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Næstu leikir Þórs/KA eru þessir:

Laugardag 27. apríl 16.15
FH - Þór/KA

Fimmtudag 2. maí 18.00
Þór/KA - Þróttur

Fimmtudag 9. maí 16.00
Víkingur - Þór/KA

Þriðjudag 14. maí 18.00
Þór/KA - Keflavík

Laugardag 25. maí 14.00
Tindastóll - Þór/KA

Smellið hér til að sjá alla leikjadagskrá liðsins í sumar.

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15

Nei þeir mega það ekki!

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:00

Hugvekja á Ýli

Hildur María Hansdóttir skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 15:30