Fara í efni
Umræðan

KA-stelpurnar mjög auðveldlega í úrslit

KA-liðið og þjálfarar sigri hrósandi að leikslokum í kvöld. Mynd af Facebook síðu KA.

Kvennalið KA í blaki sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð mjög auðveldlega í kvöld, 3:0, í undanúrslitum Kjörísbikarkeppninnar. KA-stelpurnar leika því til úrslita á morgun gegn HK sem lagði Völsung frá Húsavík fyrr í dag.

KA, sem er ríkjandi Íslands- og bikar­meist­ari, hafði mikla yfirburði í leiknum og vann allar hrinurnar örugglega – 25:12, 25:17, 25:16.

Úrslitaleikur KA og HK verður íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi á morgun. Leikurinn hefst kl. 15:30 og verður í beinni útsendingu RÚV.

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30