Fara í efni
Umræðan

KA-stelpurnar mjög auðveldlega í úrslit

KA-liðið og þjálfarar sigri hrósandi að leikslokum í kvöld. Mynd af Facebook síðu KA.

Kvennalið KA í blaki sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð mjög auðveldlega í kvöld, 3:0, í undanúrslitum Kjörísbikarkeppninnar. KA-stelpurnar leika því til úrslita á morgun gegn HK sem lagði Völsung frá Húsavík fyrr í dag.

KA, sem er ríkjandi Íslands- og bikar­meist­ari, hafði mikla yfirburði í leiknum og vann allar hrinurnar örugglega – 25:12, 25:17, 25:16.

Úrslitaleikur KA og HK verður íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi á morgun. Leikurinn hefst kl. 15:30 og verður í beinni útsendingu RÚV.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00