Fara í efni
Umræðan

KA-menn tómhentir heim frá Eyjum

Patrekur Stefánsson fór hamförum í sókninni hjá KA í Eyjum í dag og gerði 13 mörk. Bruno Bernat, til…
Patrekur Stefánsson fór hamförum í sókninni hjá KA í Eyjum í dag og gerði 13 mörk. Bruno Bernat, til vinstri, lék líka mjög vel. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

ÍBV sigraði KA 34:30 í Eyjum í dag í Olísdeild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. KA er því áfram með átta sig og er í níunda sæti deildarinnar.

KA-menn byrjuðu prýðilega og höfðu tveggja marka forystu, 10:8, þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Þá gjörbreyttist hins vegar leikurinn; heimamenn tóku öll völd og nánast var alveg sama hvað KA-strákarnir reyndu, ekkert gekk upp í sókninni. Síðasta kortérið í fyrri hálfleik gerði ÍBV 10 mörk gegn aðeins tveimur mörkum KA og staðan í hálfleik var 18:12.

Eyjamenn héldu forystu það sem eftir var en KA-menn, sem eiga gjarnan mjög góða kafla í seinni hálfleik, sóttu hart að þeim og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk, 25:23. Nær hleyptu Eyjamenn þeim ekki.

Patrekur Stefánsson bar uppi sóknarleik KA-manna í dag og verði hvorki fleiri né færri en 13 mörk, ekki eitt einasta úr vítakasti!

Mörk KA: Patrekur Stefánsson 13, Einar Rafn Eiðsson 7 (3 víti), Einar Birgir Stefánsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Dagur Gautason 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 14 (44%), Nicholas Satchwell 4 (20%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Klárum að brúa bilið

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. febrúar 2023 | kl. 15:45

Tónatröð magnað tækifæri fyrir Akureyri!

Þórhallur Jónsson skrifar
06. febrúar 2023 | kl. 19:30

Tónatröð – enn ein lotan

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
06. febrúar 2023 | kl. 06:00

Hið stórfurðulega Tónatraðarmál

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
05. febrúar 2023 | kl. 14:35

Græn skref SSNE

Kristín Helga Schiöth skrifar
04. febrúar 2023 | kl. 18:00

Rosalega erum við rík og æðisleg

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. febrúar 2023 | kl. 09:45