Fara í efni
Umræðan

Jajalo varði tvö víti og KA mætir Val í úrslitum

Kristijan Jajalo varði tvær vítaspyrnur í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn leika til úrslita í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í ár. Þeir mættu Vestmannaeyingum í undanúrslitum í Akraneshöllinni í dag og eftir markalausan leik höfðu KA-strákarnir betur í vítaspyrnukeppni.

Kristijan Jajalo, markvörður KA, var hetja sinna manna í dag; hann varði tvær vítaspyrnur en Guy Smit í marki ÍBV varði eitt víti, frá Harley Willard.

Valur vann Víking 1:0 í dag í hinum leik undanúrslitanna og það verða því KA og Valur sem leika til úrslita í keppninni 30. mars

ÍBV - KA, vítaspyrnukeppnin:

  • 0:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson
  • 1:1 Eiður Aron Sigurbjörnsson
  • 1:2 Sveinn Margeir Hauksson
  • 2:2 Filip Valencic
  • 2:3 Bjarni Aðalsteinsson
  • 2:3 Kristijan Jajalo ver frá Elvis Bwomono
  • 2:4 Hrannar Björn Steingrímsson
  • 3:4 Felix Örn Friðriksson
  • 3:4 Guy Smit ver frá Harley Willard
  • 3:4 Kristijan Jajalo ver frá Alex Frey Hilmarssyni

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30