Jafntefli hjá 2. flokki KA í Lettlandi

2. flokkur KA í knattspyrnu hóf þátttöku í Evrópukeppni í dag en liðið tekur þátt í Unglingadeild UEFA nú í haust. KA-menn fóru til Lettlands og gerðu 2:2 jafntefli gegn heimamönnum í FS Jelgava í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn verður á Akureyri þann 1. október.
KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla í knattspyrnu í fyrra og tryggði sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppni unglingaliða 19 ára og yngri. Andstæðingurinn í fyrstu umferð þessarar forkeppni Unglingadeildar UEFA eru Lettarnir frá Jelgava og verður að teljast mjög góður árangur hjá strákunum að hafa náð jafntefli gegn þeim á Zemgales Olympic Centra vellinum í Jelgava.
Lettarnir byrjuðu betur og voru 2:0 yfir í leikhléi en Valdimar Logi Sævarsson minnkaði muninn á 57. mínútu. Sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Andri Valur Finnbogason jöfnunarmark KA og staða KA-manna því vænleg fyrir seinni leik liðanna á Akureyri þann 1. október.
Takist KA að slá FS Jelgava úr leik tekur við viðureign gegn PAOK frá Grikklandi í næstu umferð. Þeir leikir verða spilaðir 22. október og 5. nóvember.


Samgöngufélagið Þjóðbraut

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára
