Fara í efni
Umræðan

Íbúalýðræði – kettir og hverfisnefndir

Á Akureyri voru stofnaðar hverfisnefndir fyrir nokkuð löngu. Lengi vel leit út fyrir að þetta framtak bæjaryfirvalda í samvinnu við íbúa væri framfaraskref. Það vakti vonir um að framundan væri betri tíð með blóm í haga í lýðræðismálum á Akureyri. Nokkur undanfarin ár hefur heldur fjarað undan þeirri von og ekki er sjáanlegur mikill áhugi hjá bæjaryfirvöldum og bæjarfulltrúum að rækta þann garð sem hverfisnefndirnar áttu að verða. Auðvitað eru þær þarna en að mínu viti skortir utanumhald og frumkvæði bæjaryfirvalda í garð hverfisnefndanna eins og vonast var til í upphafi. Samstarf og samvinna bæjarfulltrúa og hverfisnefnda er í skötulíki eins og komið hefur í ljós í nokkrum umdeildum málum.

Kanna ekki viðhorf

Hverfisnefndir eiga að vera spegill íbúa við bæjaryfirvöld og auðvitað ættu bæjarfulltrúar og nefndir að funda með stjórnum hverfisnefndanna og kanna hug og stemmningu fyrir einstökum málum. Nýlega má vísa til þriggja umdeildra mála þar sem farsælt hefði verið fyrir bæjarfulltrúa og nefndarmenn að kanna viðhorf í hverfunum áður en vaðið var af stað og beint út í dýki. Háhýsi á Oddeyri voru skotin í kaf, enda datt skipulagsráði og bæjarfulltrúum ekki í hug að vinna neina forvinnu í aðdraganda þess að því máli var startað, í reynd vaðið af stað í blindni og íbúalýðræði var hent út í hafsauga. Sama má segja um nýrri tvö mál. Stóra kattamálið er af sama toga, vaðið af stað án þess að kanna viðhorf bæjarbúa og nú blasir við falleinkun í því máli. Það nýjasta er svo Tónatröðin þar sem bæjarbúum, sérstaklega þeim þar búa nærri var sýnd fullkomin vanvirða. Það mál er líklega á leið út úr myndinni því athugasemdir hafa hrannast inn og hagsmunaaðildar hafa gefið málinu falleinkunn. Beðið er eftir sérfræðiáliti Veðurstofunnar.

Íbúalýðræði fótum troðið

Það hefðu verið vönduð vinnubrögð að hafa samband við íbúa Akureyrar áður en vaðið var af stað með hagsmuni eins verktaka að leiðarljósi. Við eigum hverfisnefndir og ýmar aðrar leiðir til að skoða hug íbúa bæjarins og nærliggjandi íbúa. Að nota það ekki og vaða af stað og búa til stríð við bæjarbúa eru vond vinnubrögð og til vansa.

Auka þarf samráð við íbúa

Akureyringar vilja ekki svona vinnubrögð, það hefur sannarlega komið í ljós undanfarna mánuði. Bæjarfulltrúar sem vaða áfram í blindni og búa sér til gæluverkefni í bakherbergjum ná ekki langt. Við skiptum um bæjarstjórn í vor og vonandi ber okkur gæfa til að kjósa þar til verka fólk, sem ber virðingu fyrir bæjarbúum og skoðunum þeirra. Sem betur fer hafa ekki allir nefndarmenn og bæjarstjórnarmenn sýnt af sér slíkt virðingaleysi, en því miður of margir. Það þarf að breytast og ég reikna með að bæjarbúar muni rýna vel í kosningaplögg flokkanna í vor.

Jón Ingi Cæsarsson er Akureyringur

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14